Rannsókn starfsmanna Seðlabankans á mögulegum hagsmunaárekstrum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra er markleysa. Þetta er mat Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem segir að sér detti strax í hug hugtakið „að víkja“.
Heimildin greindi frá því á föstudag að Seðlabankinn hafi kannað mögulega hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs, Helgu Viðarsdóttur, sem rekur sérhæfða sjóðinn Spakur Invest sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits. Hann situr einnig í peningastefnunefnd og stýrir gjaldeyrisinngripastefnu bankans en fjárfestar í Spaki Invest, Helga þar á meðal, geta átt umtalsverð gjaldeyrisviðskipti þegar þeir fjárfesta í sjóðnum eða taka úr honum, en hann er gerður upp í Bandaríkjadölum.
Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar sagði Seðlabankinn að ekki verði séð að „sjóðurinn eigi afkomu sína undir ákvörðunum sem seðlabankastjóri á aðild að“. Starfsfólk Seðlabankans sé ekki vanhæft til að sinna eftirliti með Spaki Invest og viðskipti sjóðsins ekki sambærileg við erlend mál …
Athugasemdir