Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Eftirlit með sjóði unnustu seðlabankastjóra „alvarlegt mál“

Stjórn­sýslu­fræð­ing­ur seg­ir und­ir­menn seðla­banka­stjóra van­hæfa til að hafa eft­ir­lit með sjóðn­um sem unn­usta hans stýr­ir. Rann­sókn á hags­mun­ar­tengsl­um væri „ill­fram­kvæm­an­leg og kostn­að­ar­söm“ og mál­ið beri vott um rýra dómgreind.

Eftirlit með sjóði unnustu seðlabankastjóra „alvarlegt mál“
Ásgeir Jónsson „Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn eða að seðlabankastjóri hafi miðlað upplýsingum til unnustu sinnar,“ sagði í svari Seðlabankans við fyrirspurn Heimildarinnar. Mynd: Golli

Rannsókn starfsmanna Seðlabankans á mögulegum hagsmunaárekstrum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra er markleysa. Þetta er mat Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem segir að sér detti strax í hug hugtakið „að víkja“.

Heimildin greindi frá því á föstudag að Seðlabankinn hafi kannað mögulega hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs, Helgu Viðarsdóttur, sem rekur sérhæfða sjóðinn Spakur Invest sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits. Hann situr einnig í peningastefnunefnd og stýrir gjaldeyrisinngripastefnu bankans en fjárfestar í Spaki Invest, Helga þar á meðal, geta átt umtalsverð gjaldeyrisviðskipti þegar þeir fjárfesta í sjóðnum eða taka úr honum, en hann er gerður upp í Bandaríkjadölum.

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar sagði Seðlabankinn að ekki verði séð að „sjóðurinn eigi afkomu sína undir ákvörðunum sem seðlabankastjóri á aðild að“. Starfsfólk Seðlabankans sé ekki vanhæft til að sinna eftirliti með Spaki Invest og viðskipti sjóðsins ekki sambærileg við erlend mál …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Ásgeir gæti gefið Helgu ýmsar upplýsingar sem hann hefur aðgang að í krafti stöðu sinnar sem Seðlabankastjóri en aðrir ekki.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár