Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, stýrir fjárfestingasjóði sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankinn segir mögulega hagsmunaárekstra hafa verið metna og viðskipti hennar ekki vera sambærileg við erlend mál þar sem umsvif maka seðlabankastjóra á fjármálamörkuðum hafa dregið í efa trúverðugleika bankans.
Sjóðurinn heitir Spakur Invest og var stofnaður árið 2021. Helga er framkvæmdastjóri hans, situr einnig í stjórn og er á meðal fjárfesta í honum samkvæmt viðtali við hana í ViðskiptaMogganum í ágúst. Sjóðurinn fjárfestir aðeins í hlutabréfum skráðra breskra og bandarískra fyrirtækja að hennar sögn, þar á meðal Uber, Stride og McBride. Fjárfestar eru rúmlega þrjátíu og stærð sjóðsins tæpur milljarður íslenskra króna. Sjóðurinn hefur skilað 28,64 prósent ávöxtun fyrstu sjö mánuði ársins.
Helga og Ásgeir hafa verið í sambandi síðan 2018 en Ásgeir varð seðlabankastjóri ári síðar. Þau trúlofuðu sig á nýársdag 2021, skömmu áður en Helga stofnaði sjóðinn, og eru með sama lögheimili.
Sem seðlabankastjóri er …
Við búum við fámenni þar sem ýmsir fjáraflamenn komast upp með margt meira en eðlilegt telst vera innan vrópusambandsins. Er þar ekki komin meginskýringin á andstöðu þessara aðila við inngöngu í Evrópusambandið?
Skyldi Wintris gamli eiga hluti þarna?