Mikið af því myndmáli sem gervigreindin hefur úr að moða nýtist öfgahægriöflum eins og MAGA-hreyfingu Donalds Trump. Fagurfræði hennar byggir þannig á formum og hugmyndum sem nú þegar eru til.
Þetta segir Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, fyrrverandi prófessor við Listaháskóla Íslands. „Gervigreindin hefur aðeins augun fyrir aftan hnakkann,“ segir hann. „Hún vinnur bara með það sem er, getur sett það í nýtt samhengi og séð frá nýju sjónarhorni en getur ekki séð fram fyrir sig. Hún vinnur bara með form og hugmyndir sem eru þegar fyrir hendi.“
Hann segir þetta í raun og veru vera skilgreininguna á póstmódernisma, listastefnu sem hóf innreið sína á 20. öldinni og blandar saman fyrri stílum á sama tíma og stórum kenningum og hugmyndafræði er hafnað.
„Það er enginn eins frumlegur og hann telur sig vera
Goddur segir gervigreindina þannig vera jafnöfluga og póstmóderníska listamenn. …
Athugasemdir