Samræma verklagsreglur lögreglu um hatursglæpi gegn hinsegin fólki

Þessi sam­ræm­ing er ein af 34 að­gerð­um sem lagð­ar eru til í drög­um að nýrri að­gerða­áætl­un stjórn­valda í mál­efn­um hinseg­in fólks. Markmið að­gerð­ar­inn­ar verði að tryggja sýni­lega, sam­ræmda og rétt­inda­mið­aða með­ferð hat­urs­glæpa gagn­vart hinseg­in fólki.

Samræma verklagsreglur lögreglu um hatursglæpi gegn hinsegin fólki

Þróun á samræmdum verklagsreglum innan lögreglunnar um vinnulag og skráningu hatursglæpa gagnvart hinsegin fólki er meðal aðgerða sem nefndar eru í drögum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks á árunum 2026-2029. Þetta verkefni verði unnið í samstarfi við Samtökin '78, jafnréttisnefnd og þjónustusvið Embættis ríkislögreglustjóra. Sérstök áhersla verði lögð á greiningu gagna, notkun hugtaka og rétt viðmót í málsmeðferð. Markmið aðgerðarinnar verði að tryggja sýnilega, samræmda og réttindamiðaða meðferð hatursglæpa gagnvart hinsegin fólki.

Framhald af fyrri áætlun

Aðgerðaáætlunin er önnur aðgerðaáætlunin stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og tekur hún gildi um næstu áramót. Í aðgerðaáætlunininni eru 34 aðgerðir, meðal annars áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri. 

Þessi áætlun tekur við af fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þær breytingar sem hún stuðlaði að eru til að mynda að hatursorðræða á grundvelli kyneinkenna var gerð refsiverð og lagður var grunnur að afnámi banns við blóðgjöfum karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum með breytingu á reglugerð um blóðskimanir. Því ferli er framhaldið með aðgerð um afnám bannsins í þessari aðgerðaáætlun. 

34 aðgerðir nú samanborið við 21 áður

Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks felur í sér lýsingu á stefnu stjórnvalda á málefnasviði hinsegin mála, beinar aðgerðir til að varpa ljósi á stöðu málaflokksins og/eða stuðla að framförum á sviði hinsegin málefna. Aðgerðir innan aðgerðaáætlunarinnar eru talsvert fleiri en innan fyrri aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks eða 34 samanborið við 21 í fyrstu aðgerðaáætluninni. Öll ráðuneyti nema eitt bera ábyrgð á einni eða fleiri aðgerðum í áætluninni og fjölmargar undirstofnanir taka þátt í framkvæmd þeirra.

Mikilvægt að Íslendingar beiti sér gegn  bakslaginu

Áætlunin hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að með aðgerðum í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026–2029 leggi stjórnvöld sig fram um að stuðla að bættum réttindum, aðstæðum, viðurkenningu og þátttöku hinsegin fólks í samfélaginu. Mikilvægt sé að þjóðir eins og Íslendingar beiti sér gegn bakslagi á sviði hinsegin mannréttinda og sæki fram bæði á heimavelli og út á við.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár