Tveir eftirlitsaðilar í stað ellefu

At­vinnu­vega­ráð­herra og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra kynntu í dag breyt­ing­ar á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja þeg­ar kem­ur að mat­væl­um, holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um. Ráð­herr­arn­ir lögðu áherslu á að markmið breyt­ing­anna væri ekki fækk­un eða til­færsla op­in­berra starfa milli lands­hluta.

Tveir eftirlitsaðilar í stað ellefu
Jóhann Páll og Hanna Katrín héldu sameiginlegan blaðamannafund ráðuneytanna til að kynna breytingarnar. Mynd: Stjórnarráðið

„Þetta er stærsta breyting á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hefur verið í svo áratugum skiptir” segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Jóhann Páll ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera  leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu.

Samræmt eftirlit á landsvísu

Samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verður ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færð frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfis- og orkustofnunar og ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Þannig verða eftirlitsaðilar tveir í stað ellefu

Jóhann Páll og Hanna Katrín lögðu áherslu á að markmið breytinganna væri ekki fækkun eða tilfærsla opinberra starfa milli landshluta. Þvert á móti verði lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að störfin haldist í heimabyggð. Eftirlit á landsvísu verður samræmt og þjónusta þannig bætt til muna. Þá verður útgáfa starfsleyfa miðlæg og á vegum fyrrgreindra stofnana.

Meginhvatinn einföldun og skilvirkni

Þau sögðu að meginhvatinn við fyrirhugaðar breytingar sé að gera ferli vegna eftirlits og leyfisveitinga einfaldara og skilvirkara og bæta þjónustu. Lengi hefur verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé flókið að uppbyggingu, ábyrgðarsvið sé á tíðum óljóst, oft sé ósamræmi í aðferðarfræði og erfitt fyrir þjónustuþega að nálgast upplýsingar. Á undanförnum árum hafi fjöldi greininga og skýrslna varpað ljósi á að breytinga sé þörf.

„Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi” sagði Hanna Katrín.

Langur aðdragandi og áminning

Málið á sér langan aðdraganda og framkvæmd eftirlits með matvælum hefur verið til skoðunar í meira en áratug. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur í formlegu áminningarbréfi bent á að fyrirkomulag matvælaeftirlits á Íslandi standist ekki kröfur EES-samningsins. Helstu áhyggjuefni varða skort á samræmi, skýrri ábyrgð og yfirstjórn eftirlits.

Áform ráðherranna byggja meðal annars á vinnu stýrihóps sem skipaður var fulltrúum ráðuneytanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Samtaka atvinnulífsins og innviðaráðuneytisins. Þá sátu áheyrnarfulltrúar frá Matvælastofnun og Umhverfis- og orkustofnun einnig fundi hópsins og tóku virkan þátt í rýni. Áformaskjal verður lagt fram í samráðsgátt síðar í þessari viku þar sem hægt er að senda inn umsagnir.

Skýrslu stýrihópsins má lesa með því að smella hér.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu