Borgin áætlar 260 milljóna kostnað vegna borgarstjórnarkosninganna

Gert er ráð fyr­ir að Reykja­vík­ur­borg ráði hátt í 200 starfs­menn til að starfa við kosn­ing­arn­ar og að borg­ar­ráð skipi um 500 full­trúa til setu í hverf­is- og undir­kjör­stjórn­um.

Borgin áætlar 260 milljóna kostnað vegna borgarstjórnarkosninganna
Borgarráð samþykkti að vísa til afgreiðslu borgarstjórnar að þóknanir fyrir störf í kjörstjórnum í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar verði óbreyttar frá alþingiskosningum 2024.

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 16. maí og er víða hafinn undirbúningur vegna þeirra. Á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur var samþykkt erindi frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem óskað var eftir því að ráðið feli sviðum borgarinnar að hefja vinnu við þau verkefni sem tengjast kosningunum í borginni.

Í Reykjavík verða kosnir 23 borgarfulltrúar til fjögurra ára sem allir munu taka sæti í borgarstjórn. Eftir hverjar borgarstjórnarkosningar kýs borgarstjórn þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn Reykjavíkur sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga í Reykjavík.

Þann 7. júní 2022 kaus borgarstjórn þau Evu Bryndísi Helgadóttur, Tómas Hrafn Sveinsson og Ara Karlsson í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og hefur skrifstofa borgarstjórnar starfað með yfirkjörstjórn við undirbúning og framkvæmd borgarstjórnarkosninga ásamt fjölmörgum starfsmönnum sveitarfélagsins og með aðkomu flestra sviða Reykjavíkurborgar. 

Sambærilegur kostnaður og 2024

Áætlaður kostnaður borgarinnar við framkvæmd borgarstjórnarkosninga 2026 er að mestu sambærilegur kostnaði við framkvæmd alþingiskosninga á árinu 2024 að teknu tilliti til stærra hlutverks sveitarfélagsins við framkvæmd borgarstjórnarkosninga samkvæmt kosningalögum.

Samkvæmt erindi skrifstofu borgarstjórnar má gera ráð fyrir því að heildarkostnaður borgarinnar verði um 260 milljónir króna, og er fjármála- og áhættustýringarsviði falið að gera ráð fyrir þeim kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur 2026. Sviðinu er einnig falið að áætla fyrir þeim kostnaði sem fellur á sveitarfélagið við geymslu kjörgagna milli kosninga. Þá er óskað eftir að sviðinu verði falið að sjá til þess að uppgjöri kosninganna milli sviða Reykjavíkurborgar verði lokið eigi síðar en fjórum mánuðum eftir kjördag. 

Umhverfis- og skipulagssvið fer með lykilhlutverk við framkvæmd kosninga í Reykjavík en skrifstofa framkvæmda og viðhalds setur upp alla 24 kjörstaðina, þar með taldar utanhússmerkingar og skilti. Sviðið setur upp og tekur niður talningarstað og flytur atkvæði með fulltrúum yfirkjörstjórnar í geymslur að talningu lokinni. Áætlað er að 18 kjörstaðir af 24 verði staðsettir í skólahúsnæði. Einnig er gert ráð fyrir að kjörstaðir verði í Borgarbókasafninu í Kringlunni og á Kjarvalsstöðum. 

Þóknanir fyrir störf í kjörstjórnum

Gert er ráð fyrir að skrifstofa borgarstjórnar, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, ráði hátt í 200 starfsmenn til að starfa við kosningarnar og að borgarráð skipi um 500 fulltrúa til setu í hverfis- og undirkjörstjórnum. 

Borgarráð samþykkti að vísa til afgreiðslu borgarstjórnar að þóknanir fyrir störf í kjörstjórnum í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar verði óbreyttar frá alþingiskosningum 2024 og verði því 136 þúsund krónur fyrir setu í hverfiskjörstjórn og 82 þúsund krónur fyrir setu í undirkjörstjórn. 

Allir kjörstaðir í Reykjavík, yfirkjörstjórn, símaver í Ráðhúsi og talningarstaður þurfa tímabundinn tölvubúnað á kjördag. Þá hefur verið rekinn vefur með leiðbeiningum til kjósenda og upplýsingum um kjörsókn. 

Öllum sviðum sem koma að framkvæmd kosninganna ætlað að tryggja að útgefnir reikningar og hver sá kostnaður sem til fellur uppfylli eðlilegar kröfur um skýrleika og góða meðferð á ópinberu fé.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár