Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen hefur hlotið umdeilda athygli undanfarið en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í unglingaflokki í Ungfrú Ísland. Í Gleðigöngunni sem fram fór fyrr í ágúst gengu fulltrúar Kvenréttindafélagsins með kvígu-fígúru í klæðum sem á stóð Miss Young Iceland og vísuðu þannig til gjörnings Rauðsokkahreyfingarinnar. Einhverjum fannst vegið að Ungfrú Ísland og Ungfrú Ísland Teen á meðan önnur bentu á að femínistar hafa í áratugi barist gegn slíkum keppnum.

Á heimasíðu Ungfrú Ísland stendur „Ungfrú Ísland TEEN: Að styrkja næstu kynslóð ungra kvenna.“ Þar segir að um sé að ræða umbreytandi verkefni sem hannað sé til að „hvetja, styðja og styrkja unglingsstúlkur um allt Ísland.“ 

Þá segir einnig að Ungfrú Ísland Teen snúist um að „skapa öruggt rými þar sem ungar konur geti kannað áhugamál sín, rætt samfélagsleg málefni og þróað færni sem mun nýtast þeim alla ævi.“ Verkefnið snúist um sjálfsást, systralag og „mikilvægi …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er einhvernvegin allt rangt við þessa keppni. Þetta er það síðasta sem að vantar eins og staðan er varðandi andlega heilsu hjá ungu fólki. Að selja líkama undir merkjum valdeflingar er skrítin siðfræði. Peningar hafa enga sál en er ekki hægt að gera þá kröfu að þeir sem eiga þá hafi einhverja.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár