Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen hefur hlotið umdeilda athygli undanfarið en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í unglingaflokki í Ungfrú Ísland. Í Gleðigöngunni sem fram fór fyrr í ágúst gengu fulltrúar Kvenréttindafélagsins með kvígu-fígúru í klæðum sem á stóð Miss Young Iceland og vísuðu þannig til gjörnings Rauðsokkahreyfingarinnar. Einhverjum fannst vegið að Ungfrú Ísland og Ungfrú Ísland Teen á meðan önnur bentu á að femínistar hafa í áratugi barist gegn slíkum keppnum.
Á heimasíðu Ungfrú Ísland stendur „Ungfrú Ísland TEEN: Að styrkja næstu kynslóð ungra kvenna.“ Þar segir að um sé að ræða umbreytandi verkefni sem hannað sé til að „hvetja, styðja og styrkja unglingsstúlkur um allt Ísland.“
Þá segir einnig að Ungfrú Ísland Teen snúist um að „skapa öruggt rými þar sem ungar konur geti kannað áhugamál sín, rætt samfélagsleg málefni og þróað færni sem mun nýtast þeim alla ævi.“ Verkefnið snúist um sjálfsást, systralag og „mikilvægi …
Athugasemdir (1)