Mótmælendur tóku niður íslenskan fána fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag og drógu þann palestínska að húni í hans stað.

Mynd: b'V\xc3\xadkingur \xc3\x93li Magn\xc3\xbasson'
Atvikið átti sér stað við mótmæli fyrir framan ráðuneytið síðdegis þar sem hópur fólks krafðist aðgerða íslenska ríkisins í málefnum Palestínu, en hungursneyð hefur verið lýst yfir á hinu stríðshrjáða Gaza-svæði.

Mótmælendur brutu íslenska fánann saman eftir að hann hafði verið dreginn niður – enda gilda strangar reglur um notkun hans.
Mynd: b'V\xc3\xadkingur \xc3\x93li Magn\xc3\xbasson'
Lögreglan skarst í leikinn vegna athæfisins og tók bæði palestínska fánann sem blakti á fánastöng við ráðuneytið, auk annars sem hafði verið hengdur á anddyri þess og gerðu upptæka.

Mynd: Víkingur
Athugasemdir