Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt

Hækk­un frí­tekju­marka hús­næð­is­bóta nær að­eins að tryggja þeim ör­orku­líf­eyris­tök­um áfram full­ar hús­næð­is­bæt­ur sem fá óskert­ar greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un. Þessi hóp­ur er fá­menn­ur og hús­næð­is­bæt­ur annarra skerð­ast.

Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt
Inga Sæland sagði að hækkun frítekjumarks vegna húsnæðisbóta væri nauðsynleg aðgerð „til að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar lendi í því að húsnæðisbætur þeirra skerðist vegna hækkunarinnar.“ Hjá flestum skerðast þær samt. Mynd: Golli

Frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá 1. september vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag.  

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði eftir að hún undirritaði reglugerð um hækkun frítekjumarksins að það hefði verið nauðsynleg aðgerð „til að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar lendi í því að húsnæðisbætur þeirra skerðist vegna hækkunarinnar,“ og bætti við: „Það hef ég nú gert“.

ÖBÍ réttindasamtök benda á að hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta nemur 0,7% sem er sambærileg hækkun og fyrir þann hóp sem hefur engar aðrar tekjur og fær óskertan örorkulífeyri, þar með talda heimilisuppbót, frá Tryggingastofnun ríkisins.

„Vegur þessi hækkun frítekjumarka ekki til að mæta þeim hækkunum“

„Lægstu hækkanirnar eru álíka og hækkun frítekjumarka vegna húsnæðisbóta. Fyrir langflesta aðra örorkulífeyristaka hækkar lífeyrir meira en 0,7% og vegur þessi hækkun frítekjumarka ekki til að mæta þeim hækkunum. Því munu húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast við gildistöku breytts örorkulífeyriskerfis,“ segir í svari ÖBÍ réttindasamtaka við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka

Þá taka samtökin fram að hækkun örorkulífeyris frá 1. september sé aðallega tilkomin vegna minni tekjuskerðinga í nýju kerfi. Þannig muni fólk sem fær allt að 100 þúsund krónum ekki verða fyrir tekjuskerðingum frá TR. 

„Hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta nær að tryggja þeim örorkulífeyristökum sem fá óskertar greiðslur frá TR, áfram fullar húsnæðisbætur. Þessi hópur er ekki fjölmennur,“ segir í svari samtakanna.

Í fjármálaáætlun 2024-2028 sem lögð var fram í tíð fyrri ríkisstjórnar segir að beina þarf stuðningi í enn ríkari mæli til þeirra sem mest þurfa, til dæmis í húsnæðisbótakerfinu. Svipaðar áherslur mátti lesa í fjárlögum 2024 þar sem meðal annars kom fram að markmið um aukið húsnæðisöryggi þar sem húsnæðisstuðningi er beint til þeirra sem standa höllustum fæti á húsnæðismarkaði og sköpuð verði skilyrði til að öll hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði.

„Einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar“

„Vert er að velta fyrir sér merkingu þessara áherslna, og hvort það sé markmið stjórnvalda að þrengja rammann svo mikið að einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni og breytingar en mikilvægt er að öll slík áform verði uppi á borðinu þar sem bæði kjörnir fulltrúar og hagsmunasamtök geta rætt kosti og galla og fært rök fyrir máli sínu,“ segir í svari ÖBÍ réttindasamtaka, og ennfremur: „Í því ljósi er vert að spyrja hvort fyrri ríkisstjórnin hafi ákveðið að þrengja viðmið um hverjir þurfa á húsnæðisbótum að halda. Ef svo er, af hverju og að lokum hvort núverandi ríkisstjórn myndi halda áfram á slíkri vegferð.“

Tekið skal fram að endurreikningur bóta fer fram um miðjan septembermánuð sem þýðir að fyrsta greiðsla húsnæðisbóta eftir breytingarnar verður 1. október.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Mamma mín var mikið á móti þessum húsnæðisbótum sem ég fékk á sínum tíma hún hélt því alltaf fram að ég ætti helst aldrei að vera með pening í vasanum og kynni ekkert með þá að fara!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu