Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt

Gæslu­varð­hald yf­ir karl­manni sem er grun­að­ur um kyn­ferð­is­brot gegn barni á leik­skól­an­um Múla­borg hef­ur ver­ið fram­lengt til 24. sept­em­ber.

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt

Fallist var á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er í haldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Að óbreyttu hefði varðhaldið runnið út í dag en dómari úrskurðaði að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar, til 24. september. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel og ennfremur er verið að skoða aðrar ábendingar sem embættinu hafa borist. Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var handtekinn þriðjudaginn 12. september eftir að þá fyrr um daginn hafi lögreglu borist ábending um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, og daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu