Fallist var á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er í haldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Að óbreyttu hefði varðhaldið runnið út í dag en dómari úrskurðaði að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar, til 24. september.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel og ennfremur er verið að skoða aðrar ábendingar sem embættinu hafa borist. Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.
Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var handtekinn þriðjudaginn 12. september eftir að þá fyrr um daginn hafi lögreglu borist ábending um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, og daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Athugasemdir