Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt

Gæslu­varð­hald yf­ir karl­manni sem er grun­að­ur um kyn­ferð­is­brot gegn barni á leik­skól­an­um Múla­borg hef­ur ver­ið fram­lengt til 24. sept­em­ber.

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt

Fallist var á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er í haldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Að óbreyttu hefði varðhaldið runnið út í dag en dómari úrskurðaði að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur til viðbótar, til 24. september. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel og ennfremur er verið að skoða aðrar ábendingar sem embættinu hafa borist. Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var handtekinn þriðjudaginn 12. september eftir að þá fyrr um daginn hafi lögreglu borist ábending um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, og daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár