„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“

„Ég er að jafna mig,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir eftir að dómur féll í máli hennar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Dómurinn kvað upp úrskurð í málum tveggja kvenna, María Sjöfn Árnadóttir vann málið en Bryndís ekki.

„Mér finnst skrítið að nota orðið tap í þessu samhengi. Ég er ekki að tapa neinu. Það er ekki tap að fara með mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og fá áheyrn.“ 

Markmiðinu náð 

Hún hefur ekki enn lesið dóminn sem var kveðinn upp klukkan átta í morgun. Bryndís sat með góðu fólki á meðan hún beið eftir símtali frá lögfræðingnum þar til niðurstaðan lá fyrir. „Það var dálítið högg í magann að heyra niðurstöðuna. Dómurinn var ákveðinn skellur. Ég fékk þungt fyrir hjartað, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það. Ég varð dofin og ringluð, en ég var í góðum höndum. Síðan áttaði ég mig á því að óháð niðurstöðunni þá er markmiðinu náð.“ …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár