„Ég grenja bara og grenja,“ segir María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og grætur gleðitárum eftir áralanga baráttu fyrir réttlæti.
Hún er nú stödd erlendis og hafði ekki lesið dóminn sem var kveðinn upp nú í morgun klukkan átta. „Ég fékk bara skilaboð frá lögfræðingnum sem sagði: Þú vannst málið, ég sendi meira síðar. Svo sendi hann mér dóminn en ég hef ekki getað opnað hann. Ég bara titra. Þetta er stórsigur fyrir mig og alla brotaþola.“
Málið fyrndist í höndum lögreglu
María leitaði til lögreglu árið 2017 vegna líkamsárásar og hótana í nánu sambandi. Hún er ein níu kvenna sem kærðu íslenska ríkið til Mannréttindardómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar áttu sammerkt að vera brotaþolar kynbundis ofbeldis og hafa kært nauðganir, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögreglu. Öll málin höfðu verið felld niður af ákæruvaldinu. Stígamót …
Athugasemdir (3)