Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ágúst Ólafur hættur hjá borgarstjóra

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son er hætt­ur sem að­stoð­ar­mað­ur borg­ar­stjóra, eft­ir inn­an við þriggja mán­aða starf, og tek­ur við starfi að­stoð­ar­manns menna- og barna­mála­ráð­herra. For­veri hans hætti eft­ir rúm­lega tveggja mán­aða starf fyr­ir borg­ar­stjóra.

Ágúst Ólafur hættur hjá borgarstjóra
Ágúst Ólafur fer yfir í mennta- og barnamálaráðuneytið eftir innan við þrjá mánuði hjá borgarstjóra. Mynd: Reykjavíkurborg

„Þegar haft var samband við mig og óskað eftir kröftum mínum í ráðuneytið þá hafði ég nýlega ráðið mig í núverandi starf. Ég fann þá að barna- og menntamálin á landsvísu toguðu enda hef ég lengi brunnið fyrir þeim málum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson sem er hættur sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Tilkynnt var um ráðningu hans sem aðstoðarmanns Heiðu á vef Reykjavíkurborgar þann 10. júní síðastliðinn.

Ágúst Ólafur tók við starfinu af Katrínu M. Guðjónsdóttur sem baðst lausnar frá starfi eftir að hún hafði sinnt því í rúma tvo mánuði.

Ágúst Ólafur segir á Facebook-síðu sinni að það sé samkomulag milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra um að hann muni taka við nýju starfi í ráðuneytinu þar sem hann verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar.

„Sem þingmaður lagði ég fram tillögu um lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var samþykkt. Fyrir þá baráttu fékk ég sérstaka viðurkenningu Barnaheilla á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmálans fyrir „sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra“, sem mér þykir mjög vænt um. En ég flutti jafnframt fjölmörg önnur mál sem snúa að málefnum barna og stuðningi við barnafjölskyldur en hef einnig verið viðloðandi kennslu undanfarin 14 ár,“ skrifar Ágúst Ólafur þar sem hann þakkar sömuleiðis fyrir „stuttan en góðan tíma í Ráðhúsinu“. 

Ágúst hefur störf 1. september og mun starfa ásamt Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur, sem einnig er aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra.

Lögfræðingur, hagfræðingur og stjórnsýslufræðingur

Ágúst Ólafur er fyrrverandi alþingismaður og efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Þá sat hann í bankaráði Seðlabanka Íslands í fjögur ár og gegndi meðal annars formennsku í viðskiptanefnd Alþingis, Evrópunefnd forsætisráðherra og í framkvæmdasjóði aldraða.

Hann vann sem sérfræðingur á aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur að undanförnu stundað doktorsnám í opinberri stjórnsýslu. Samhliða hefur hann kennt við Háskóla Íslands ásamt því að sinna ráðgjafarstörfum meðal annars fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, Rannsóknarsetur skapandi greina og Ljósið.

Ágúst er menntaður lögfræðingur, hagfræðingur og stjórnsýslufræðingur og á sæti í stjórn Dýraverndarsambands Íslands og Evrópuhreyfingarinnar.

Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þing­­­störfum í des­em­ber 2018 eftir að hafa verið áminntur af trún­­­að­­­ar­­­nefnd Samfylkingarinnar vegna kyn­­­ferð­is­­­legrar áreitni gegn blaða­­­manni Kjarn­ans. Ágúst Ólafur sótti sér svo aðstoðar vegna áfengisvanda og tilkynnti um það opinberlega. Þá var umdeilt þegar hann sneri aftur á Alþingi og var það gagnrýnt af Samtökum ungra jafnaðarmanna. Hann datt út af þingi árið 2021. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
6
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár