Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Sósíalistaflokkurinn leigir af MÍR

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn er kom­inn í nýtt hús­næði sem hann deil­ir með Menn­ing­ar­tengsl­um Ís­lands og Rúss­lands. „Eng­in póli­tík þar á milli,“ seg­ir formað­ur MÍR. Flokkn­um var út­hýst úr Bol­holti eft­ir deil­ur í sum­ar.

Sósíalistaflokkurinn leigir af MÍR
Nýtt húsnæði Sósíalistaflokksins MÍR hefur lengi verið til húsa við Hverfisgötu 105. Mynd: Golli

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, leigir Sósíalistaflokknum húsnæði til eins árs.

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, staðfestir að flokkurinn sé fluttur að Hverfisgötu 105.

Opið hús á vegum flokksins hefur verið auglýst á Menningarnótt með fjöldbreyttri dagskrá frá 12 til 22.

Eftir að ráðandi öfl í flokknum biðu lægri hlut á átakafundi 30. júní um styrktarfélagið Vorstjörnuna, sem á leigusamninginn að Bolholti 6, var skipt um lás og flokknum vísað úr húsnæðinu. Þar eru nú Vorstjarnan og Samstöðin, tveir aðilar sem þegið hafa megnið af opinberum styrkjum til flokksins undanfarin ár og er stýrt af fólki tengdum Gunnari Smára Egilssyni, ábyrgðarmanni Samstöðvarinnar og fyrrum formanni framkvæmdastjórnar flokksins.

Ekkert pólitískt samkrull

Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir flokkinn munu leigja húsnæðið til árs til að byrja með en hafi forgang að því að leigja eftir það.

Pláss verður fyrir báða, flokkinn og menningarsamtökin, í sama húsnæði. „Við förum bara yfir í bókasafnið og húsnæði sem við leigðum út áður,“ segir Sigurður.

„Ef menn ætla að bendla pólitísku samkrulli þá fara þeir villu vegar“

Hann segir engin tengsl vera á milli starfsemi flokksins og MÍR. „Þetta kom bara upp í hendurnar á okkur og passaði eins vel og böllur í feita vinnukonu,“ segir Sigurður. „Allt tilviljunum háð og engin pólitík þar á milli svo það sé alveg skýrt. Ef menn ætla að brigsla pólitísku samkrulli þá fara þeir villu vegar.“

MÍR var stofnað árið 1950, þá kennt við Ráðstjórnarríkin, einnig þekkt sem Sovétríkin, en ekki Rússland eitt. Nafnið var valið vegna hugrenningatengsla við rússneska orðið мир sem merkir „friður“. Fyrsti forseti þess var Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness.

Reyndar hafa deilur einnig staðið um félagið MÍR undanfarin ár en til stóð að leggja niður félagið, breyta því í styrktarsjóð til þýðingar á rússneskum bókmenntum og selja húsnæðið áður. Samkvæmt frétt Vísis um deilurnar hefur komið til líkamlegra átaka á fundum MÍR.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Hversu vel passar böllur í feita vinnukonu?
    -1
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Gamlir eyfirðingar sögðu að eitthvað *rennur eins og böllur inn í feita vinnukonu* þegar vel til tókst með verkin.
      -2
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    MÍR stendur fyrir Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (ekki Rússlands eins og stendur í fréttinni) Þessi „börn"! ;)
    -1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      https://www.mmedia.is/felmir/sagamir.htm
      Félagið var stofnað í marsmánuði 1950 og hlaut nafnið Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnaríkjanna, skammstafað MÍR, en orðið mír í rússnesku þýðir í senn friður og heimur. Þegar Sovétríkin (Ráðstjórnarríkin) liðuðust í sundur í árslok 1991 var óhjákvæmilegt að breyta nafni félagsins og takmarka starfsvið þess. Á aðalfundi í mars 1992 var nafninu breytt í Félagið MÍR og nú má lesa úr þeim þremur stöfum heitið Menningartengsl Íslands og Rússlands.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár