Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sósíalistaflokkurinn leigir af MÍR

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn er kom­inn í nýtt hús­næði sem hann deil­ir með Menn­ing­ar­tengsl­um Ís­lands og Rúss­lands. „Eng­in póli­tík þar á milli,“ seg­ir formað­ur MÍR. Flokkn­um var út­hýst úr Bol­holti eft­ir deil­ur í sum­ar.

Sósíalistaflokkurinn leigir af MÍR
Nýtt húsnæði Sósíalistaflokksins MÍR hefur lengi verið til húsa við Hverfisgötu 105. Mynd: Golli

Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, leigir Sósíalistaflokknum húsnæði til eins árs.

Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, staðfestir að flokkurinn sé fluttur að Hverfisgötu 105.

Opið hús á vegum flokksins hefur verið auglýst á Menningarnótt með fjöldbreyttri dagskrá frá 12 til 22.

Eftir að ráðandi öfl í flokknum biðu lægri hlut á átakafundi 30. júní um styrktarfélagið Vorstjörnuna, sem á leigusamninginn að Bolholti 6, var skipt um lás og flokknum vísað úr húsnæðinu. Þar eru nú Vorstjarnan og Samstöðin, tveir aðilar sem þegið hafa megnið af opinberum styrkjum til flokksins undanfarin ár og er stýrt af fólki tengdum Gunnari Smára Egilssyni, ábyrgðarmanni Samstöðvarinnar og fyrrum formanni framkvæmdastjórnar flokksins.

Ekkert pólitískt samkrull

Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir flokkinn munu leigja húsnæðið til árs til að byrja með en hafi forgang að því að leigja eftir það.

Pláss verður fyrir báða, flokkinn og menningarsamtökin, í sama húsnæði. „Við förum bara yfir í bókasafnið og húsnæði sem við leigðum út áður,“ segir Sigurður.

„Ef menn ætla að bendla pólitísku samkrulli þá fara þeir villu vegar“

Hann segir engin tengsl vera á milli starfsemi flokksins og MÍR. „Þetta kom bara upp í hendurnar á okkur og passaði eins vel og böllur í feita vinnukonu,“ segir Sigurður. „Allt tilviljunum háð og engin pólitík þar á milli svo það sé alveg skýrt. Ef menn ætla að brigsla pólitísku samkrulli þá fara þeir villu vegar.“

MÍR var stofnað árið 1950, þá kennt við Ráðstjórnarríkin, einnig þekkt sem Sovétríkin, en ekki Rússland eitt. Nafnið var valið vegna hugrenningatengsla við rússneska orðið мир sem merkir „friður“. Fyrsti forseti þess var Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness.

Reyndar hafa deilur einnig staðið um félagið MÍR undanfarin ár en til stóð að leggja niður félagið, breyta því í styrktarsjóð til þýðingar á rússneskum bókmenntum og selja húsnæðið áður. Samkvæmt frétt Vísis um deilurnar hefur komið til líkamlegra átaka á fundum MÍR.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elín Kona Eddudóttir skrifaði
    Hversu vel passar böllur í feita vinnukonu?
    -1
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Gamlir eyfirðingar sögðu að eitthvað *rennur eins og böllur inn í feita vinnukonu* þegar vel til tókst með verkin.
      -2
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    MÍR stendur fyrir Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (ekki Rússlands eins og stendur í fréttinni) Þessi „börn"! ;)
    -1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      https://www.mmedia.is/felmir/sagamir.htm
      Félagið var stofnað í marsmánuði 1950 og hlaut nafnið Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnaríkjanna, skammstafað MÍR, en orðið mír í rússnesku þýðir í senn friður og heimur. Þegar Sovétríkin (Ráðstjórnarríkin) liðuðust í sundur í árslok 1991 var óhjákvæmilegt að breyta nafni félagsins og takmarka starfsvið þess. Á aðalfundi í mars 1992 var nafninu breytt í Félagið MÍR og nú má lesa úr þeim þremur stöfum heitið Menningartengsl Íslands og Rússlands.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár