Tólf manns í milljarðsklúbbnum

Þau sem voru með yf­ir millj­arð króna í heild­ar­tekj­ur í fyrra eru fá­menn­ur hóp­ur. Það tæki með­al launa­mann­inn 520 ár að vinna sér inn þær tekj­ur sem sá tekju­hæsti á Ís­landi græddi í fyrra.

Tólf manns í milljarðsklúbbnum
Milljarðsklúbburinn Tólf tilheyra klúbbnum sem meðalmaðurinn þyrfti að vinna í 110 ár til að komast í. Mynd: ChatGPT / Heimildin

Á Hátekjulista Heimildarinnar í ár, sem sýnir þá 3.542 skattgreiðendur sem mynda tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi, náðu einungis þau sem voru með nokkuð vel yfir 33 milljónum kkróna í samanlagðar launa- og fjármagnstekjur.

Það er þó mikil misskipting innan eina prósentsins. Manneskjan í 3.542. sæti keppir ekki í sömu deild – hreinlega ekki sömu íþrótt - og sú sem trónir á toppnum.

Því á toppnum eru tólf manns sem tilheyra „milljarðsklúbbnum“.

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, og fyrrum eiginkona hans, Helga S Guðmundsdóttir, kæmust fjórum sinnum í milljarðsklúbbinn, enda með 4,7 og 4,6 milljarða króna í heildarlaun í fyrra, hvort um sig.

Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon í Eyri Invest eru þrefaldir meðlimir með tæpa 3,9 og 3,4 milljarða hvor. Súsanna Sigurðardóttir, fjárfestir í Kópavogi, var rétt á eftir þeim með 3,2 milljarða í heildartekjur.

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlax, er með tvöfalda aðild enda …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Er nokkur heilbrigðisstarfsmaður í þessari 3542 manna deild?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár