Bjarni Hrafnsson var tekjuhæstur í Hafnarfirði í fyrra með tæpar 823 milljónir króna í heildartekjur samkvæmt Hátekjulista Heimildarinnar.
Ásgeir Þorvarðarson var næsttekjuhæstur í Kópavogi í fyrra með rúman milljarð í heildartekjur.
Saman áttu þeir hluti í Samhentum Kassagerð hf. sem þeir seldu í fyrra. Bjarni var einn af upphaflegum stofnendum fyrirtækisins árið 1995 og Ásgeir fráfarandi stjórnarformaður þess. Í tilkynningu um kaupin kom fram að Bjarni yrði fyrirtækinu áfram til ráðgjafar þar til í apríl í ár.
Ásgeir segist í samtali við Heimildina vera sestur í helgan stein og vera ánægður með að borga svo mikið til samfélagsins en skattgreiðslur hans námu tæpri 231 milljón í fyrra. „Mér finnst það bara dásamlegt,“ segir hann. „Alveg dásamlegt að geta gert það.“
„Ég er búinn að vera alla ævi verkstjóri í fiskvinnslu
Aðspurður hvort hann sé sáttur við hvað skattarnir hans eru notaðir í segir hann það hins vegar annað mál. …
Eftir standa um 600 milljónir! Rúmlega þriðjungur en almennir launþegar greiða 36% skatt í hæsta þrepi.