Árni Oddur Þórðarson, stofnandi, annar eigandi og stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Eyrir Invest var með heildartekjur upp á tæpa fjóra milljarða í fyrra.
Árni Oddur Þórðarson var um árabil launahæsti forstjóri landsins hjá Marel. Eftir að hann lét af störfum þar er hann fallinn niður í þriðja sæti listans yfir launahæstu forstjórana, samkvæmt fréttum dagsins þar sem aðeins var tekið mið af útsvari. Hann er þó ekki á flæðiskeri staddur.
Mánaðarlaun Árna Odds voru 16,6 milljónir árið 2024, en fjármagnstekjurnar námu 3,7 milljörðum.
Endurkoma feðganna
Í nóvember 2023 lét Árni Oddur af störfum sem forstjóri Marel vegna deilna við Arion banka, sem hann átti í lánaviðskiptum við. Að baki lánunum var veð í Eyri Invest sem hann og faðir hans höfðu stýrt Marel í gegnum, með ákvæði um að ef gengi í Marel myndi fara undir ákveðið viðmið yrði gert …
Athugasemdir