Árni Oddur fékk 322 milljónir króna frá Marel í fyrra

Fyrr­ver­andi for­stjóri Mar­el, sem hætti skyndi­lega störf­um í fyrra­haust eft­ir ára­tug í stöð­unni, var með 14,9 millj­ón­ir króna á mán­uði í laun í fyrra. Hann fékk auk þess ein­skipt­is­greiðslu upp á 158 millj­ón­ir króna.

Árni Oddur fékk 322 milljónir króna frá Marel í fyrra
Hættur eftir áratug Árni Oddur Þórðarson steig til hliðar sem forstjóri Marel í fyrrahaust eftir að Arion banki hafði gert veðkall hjá honum. Mynd: Aðsend

Árni Oddur Þórðarson, sem hætti sem forstjóri Marel snemma í nóvember í fyrra eftir áratug í því starfi, fékk alls greiddar 2.159 þúsund evrur, tæplega 322 milljónir króna, í laun og aðrar greiðslur frá félaginu í fyrra. Hann fékk um 1,1 milljón evra, um 163,5 milljónir króna, í laun, liífeyrissjóðsgreiðslur og bónus, sem var 210 þúsund evrur eða 31,3 milljónir króna. Það þýðir að laun Árna Odds, að bónusnum meðtöldum, voru 14,9 milljónir króna að meðaltali á síðasta ári, miðað við að hann starfaði hjá Marel í ellefu mánuði. 

Til viðbótar við þetta fékk Árni Oddur greidda rúma milljón evra, 1.062 þúsund slíkar, í það sem kallast „Extraordinary items“, um 158,3 milljónir króna. Þar er um að ræða einskiptisgreiðslur sem tengjast því að hann hætti störfum. Árni Sigurðsson tók við af Árna Oddi sem forstjóri Marel.

Marel, sem er næst verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni, er metið á um 375 milljarða króna. Félagið skilaði 31 milljón evra, um 4,6 milljarða króna, hagnaði á árinu 2023. Það er næstum helmingi minni hagnaður en Marel skilaði ári áður. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að „ó ljósi áskorana í ytra efnahagsumhverfi og starfsumhverfi viðskiptavina, sem og óvissu um hvenær vænta má viðsnúnings á mörkuðum, hafa stjórnendur Marel endurskoðað áætlanir félagsins bæði fyrir árið 2024 og til meðallangs tíma.“

Þar segir að félagið geri ráð fyrir tekjusamdrætti og lægri afkomu á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs sem skýrist af lágri stöðu pantanabókar, sem samsvarar 34 prósent af tekjum síðustu tólf mánaða, og lágu hlutfalli pantana fyrir stærri verkefni á síðustu ársfjórðungum.

Barátta um yfirráð í Marel

Mikil dramatík hefur verið í kringum Marel síðustu mánuði. Stærsti eigandi Marel er Eyrir Invest sem á tæplega fjórðungshlut í Marel. Þangað til fyrir skemmstu áttu feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson 38,5 prósent í Eyri Invest. Arion banki framkvæmdi hins vegar veðkall á lánum til Árna Odds í lok október í fyrra og leysti til sín hluta af eignum feðganna. Það veðkall leiddi til afsagnar Árna Odds sem forstjóra Marels. Feðgarnir eru þó áfram sem áður langstærstu eigendur Eyris Invest.

Heimildin greindi frá því í ítarlegri umfjöllun í haust að hörð átök væru um yfirráð í félaginu á bakvið tjöldin. Hópur í kringum feðgana taldi að Arion banki hefði með athæfi sínu verið að reyna að tryggja Sam­herja og fjárfestingafélaginu Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el á miklu undirverði.

Árni Oddur, var um tíma í greiðslustöðvun á meðan að unnið var úr hans málum þessu tengd. 

Í millitíðinni hafði hann beina aðkomu að því að fá John Bean Technologies Corporation (JBT), bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Chicago, að því að leggja fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um taka yfir Marel. Hann kom að málinu sem ólaunaður ráðgjafi og Eyrir Invest hefur gert samkomulag við JBT um stuðning við yfirtökuna. 

Mun verða tvískráð

Eftir að hafa hafnað fyrstu tilboðum JBT samþykkti stjórn Marel að ganga til frekari viðræðna við fyrirtækið í síðasta mánuði eftir að það hækkaði tilboð sitt í annað sinn. Það var gert á grundvelli tilboðs um að greiða 538 krónur á hlut, sem er 14,3 prósent hærra en það sem JBT bauð upphaflega og 9,5 prósent hærri en núverandi markaðsvirði Marels. 

Í skil­mál­um og fyr­ir­vör­um vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­ JBT kom meðal ann­ars fram að fyrirtækið myndi greiða fyr­ir hluti í Mar­el geti verið með reiðufé, með hlut­um í JBT, eða með blöndu af reiðufé og hlut­um í JBT. Gert er ráð fyr­ir að hlut­haf­ar í Mar­el muni eign­ast um 38 prósent hluta­fjár hins sam­einaða fé­lags, en það er skráð á markað í New York í Banda­ríkj­un­um.

Verði að komi að sam­ein­ingu mun fé­lagið bera nafnið JBT Mar­el Corporation og vera bæði skráð í Banda­ríkj­un­um og í ís­lensku Kaup­höll­inni. Sam­einað fé­lag muni starf­rækja evr­ópsk­ar höfuðstöðvar og tækniþró­un­ar­set­ur í Garðabæ, en höfuðstöðvar fé­lags­ins verða í Chicago í Banda­ríkj­un­um.

Árni Oddur stofnaði fjárfestingafélag utan um eftirstandandi 14 prósent hlut sinn í Eyri Invest fyrr á þessu ári. Það félag heitir Sex Álnir ehf., og stofnhlutafé þess er fjórir milljarðar króna. Sjálfur er Árni Oddur stærsti hluthafi félagsins með 38,5 prósent hlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir í gegnum Bóksal ehf., Kristján Loftsson í gegnum Hval hf., Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti eigandi Ísfélagsins og félag í eigu Jakobs Valgeirs útgerðarmanns.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár