Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Landsvirkjun gert að greiða 1,4 milljarð sekt fyrir „alvarleg brot“

Lands­virkj­un var gert að greiða 1,4 millj­arða sekt fyr­ir al­var­leg brot á sam­keppn­is­lög­um en upp­hæð­in tek­ur mið af al­var­leika brot­anna og löngu brota­tíma­bili. Þá er einnig lit­ið til þess að brot­in hafi ekki hætt þótt þau væru til rann­sókn­ar og fyr­ir­tæk­ið upp­lýst um að hátt­sem­in kynni að vera ólög­mæt.

Landsvirkjun gert að greiða 1,4 milljarð sekt fyrir „alvarleg brot“
Forstjóri Landsvirkjunar Samkeppniseftirlitið birti í dag úrskurð þar sem Landsvirkjun er sögð hafa brotið með alvarlegum hætti og til langs tíma á samkeppnislögum. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun framdi „alvarleg brot á samkeppnislögum,“ samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem birtur var í dag. Þar kemur fram að ákvörðunin varði verðlagningu fyrirtækisins á raforku til viðskiptavina sinna, sem eru einnig keppinautar fyrirtækisins í tilteknum útboðum Landsnets.

Fyrir vikið þarf Landsvirkjun að greiða 1,4 milljarða sekt, en ákvörðun upphæðar tekur mið af alvarleika brotanna og hinu langa brotatímabili, en brotin stóðu yfir um fjögurra ára skeið, frá 2017 til 2021.

Þá er einnig litið til þess að ekki hafi dregið úr brotunum þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi verið meðvituð um að háttsemi fyrirtækisins væri til rannsóknar og kynni að vera ólögmæt. Stjórnvaldsekt er beitt til þess að draga úr líkunum á að fyrirtækið eða aðrir fari á svig við samkeppnislög að nýju. 

Keppninautar kvörtuðu

Rannsókn málsins hófst eftir að keppinautar Landsvirkjunar, Orka Náttúrunnar og N1 Rafmagn, beindu kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins, þar sem fullyrt var að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu í …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $405.000 í tekjum.
    0
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Hvaða tilgangi þjóna þessir orkuheildsalar?
    Milliliðagróði og hækkun á verði til almennra notenda.
    Lögmál frjálsrar samkeppni virka ekki þegar "samkeppnisaðilar" eru taldir á fingrum annarar handar
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár