Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sendir hermenn til Washington

„Við ætl­um að taka höf­uð­borg­ina okk­ar til baka,“ seg­ir Banda­ríkja­for­seti, sem fær­ir lög­regl­una í Washingt­on­borg und­ir stjórn al­rík­is­ins.

Sendir hermenn til Washington
Sýnir tölur um glæpatíðni Donald Trump, ásamt Pam Bondi (R) ríkissaksóknara Bandaríkjanna, heldur á uppi skýringarmynd þegar hann talar á blaðamannafundi um glæpi í Washington DC, í Brady blaðamannasal Hvíta hússins í Washington DC, í dag ,11. ágúst 2025. Mynd: AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu að hann væri að senda þjóðvarðliða og færa lögregluna í Washington undir stjórn alríkisins til að takast á við glæpi í höfuðborg Bandaríkjanna og „hreinsa burt“ heimilislausa.

„Þetta er frelsisdagur í DC og við ætlum að taka höfuðborgina okkar aftur,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. „Ég tilkynni um sögulegar aðgerðir til að bjarga höfuðborg þjóðar okkar frá glæpum, blóðsúthellingum, glundroða og vesöld og jafnvel verra,“ sagði Trump.

Trump segir að lögreglustjóraembættið í Washington, D.C. verði sett undir stjórn alríkisins. Hann vísar til kafla í sjálfstjórnarlögum District of Columbia sem veitir honum heimild til að taka yfir lögregluna þegar „sérstakar aðstæður neyðarástands“ eru fyrir hendi.

Forsetinn kveðst ætla að hreinsa Washington af heimilislausu fólki, eða „fjarlægja tafarlaust heimilislausa fólkið úr borginni og grípa til skjótra aðgerða gegn glæpum.“

Á blaðamannafundinum tilgreindi Trump fleiri borgir sem hann fullyrti að hefði háa glæpatíðni, en þær eru undir stjórn Demókrata. Hann telur upp nokkur kunnugleg skotmörk: New York, Los Angeles, Chicago. Hann nefnir þó ekki borgir í rauðum ríkjum með hæstu morðtíðnina: Memphis, St. Louis eða New Orleans.

New York Times bendir á að orðalag hans sé áhugavert. Hann lýsir sumum íbúum bandarískra borga sem „caravans of mass youth“ (lestir fjölda ungmenna). Hann skiptir út einu orði úr venjulegum árásum sínum gegn „caravans of mass migrants“ (lestum fjölda innflytjenda). Því virðist Trump vera að víkka út það sem hann skilgreinir sem ógnir bandarísks samfélags.

Washington Post segir ákvörðun Trumps vera afar óvenjulega beitingu á hernaðarmætti innanlands. Hún komi þrátt fyrir að morðtíðni hafi lækkað síðustu tvö ár í mörgum stórborgum og sé nú með lægsta móti í marga áratugi. Muriel E. Bowser, borgarstjóri Washington D.C., hefur ítrekað bent á að ofbeldisglæpum hafi fækkað síðustu tvö ár eftir aukningu í kjölfar heimsfaraldursins árið 2023.

Fyrr í sumar alríkisvæddi Trump þjóðvarðliðið í Kaliforníu og sendi þangað sérsveit bandaríska sjóhersins.

Skömmu eftir að Trump tók við völdum á ný náðaði hann hundruð manna sem höfðu tekið þátt í innrás í Þinghúsið í Washington 6. janúar 2021.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "... „caravans of mass youth“ (lestir fjölda ungmenna). Hann skiptir út einu orði úr venjulegum árásum sínum gegn „caravans of mass migrants“ (lestum fjölda innflytjenda)."
    Og þannig mun hann halda áfram. Uppskriftin er að ráðast fyrst á veikasta minnihlutahópinn (innflytjendur, trans ...), svo smám saman fleiri. Á endanum uppgötvar fólkið, að allir tilheyra einum eða öðrum minnihlutahóp. En þá er það yfirleitt of seint.
    3
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Alligator Alcatraz , er það áfangastaðurinn ?
    Eða á kannski að láta þetta fólk „hverfa” ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu