Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur hleypt af stokkunum svonefndu „vaxtaátaki“, þar sem kaupendum nýrra bifreiða bjóðast frá 5,99% óverðtryggðir vextir. Til samanburðar fá Íslendingar ekki lægri en 8% vexti þegar þeir kaupa húsnæði.
„Við kynnum nú okkar fyrsta vaxtaátak á Íslandi þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á að fá fjármögnun með bílaláni með 5,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum á öllum nýjum Model 3 ökutækjum,“ segir Tesla í tilkynningu til fjölmiðla.
Vextirnir eru hærri fyrir aðrar tegundir Tesla. Þannig fæst Model Y, sem er stærri en Model 3, með 6,99% óverðtryggðum vöxtum.
„Sem dæmi er Model Y Long Range fjórhjóladrifinn nú fáanlegur með bílaláni á 6,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum frá 100.965 kr. á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Tesla.
Um er að ræða breytilega vexti en ekki kemur fram undir hvaða kringumstæðum vextir hækka eða lækka.
Lánin eru til 84 mánaða og krefjast 20% útborgunar fyrir bílana. Model Y kostar frá …
Nú er auðveldlega og áhættulaust hægt að fá rúmlega 7% ársávöxtun á sparifé. Það þýðir að sá sem tekur svona bílalán á um 6% vöxtum í staðinn fyrir að staðgreiða bílinn og geymir sömu upphæð á sparireikningi hagnast sem nemur um 1% vaxtamuninum.
Ódýrasta Tesla Model 3 kostar ca. 6 milljónir og hægt að fá 80% lán eða 4,8 milljónir til 7 ára en yfir það tímabil nemur þessi vaxtamunur a.m.k. rúmlega 346.000 kr. Ef við lítum á þetta sem ígildi afsláttar þá nemur hann um 5,8% af kaupverði ökutækisins.
Ég myndi aldrei kaupa Teslu og það hefur ekkert með bílana sjálfa að gera. Það er einfaldlega prinsippatriði hjá mér.