Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum

„Vaxta­átak“ Tesla á Ís­landi skák­ar bestu vöxt­um hús­næð­is­lána um 3 pró­sentu­stig.

Tesla býður vexti sem eru lægri en á húsnæðislánum
Elon Musk Opnar hér Tesla-verksmiðju í Þýskalandi. Mynd: EPA

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur hleypt af stokkunum svonefndu „vaxtaátaki“, þar sem kaupendum nýrra bifreiða bjóðast frá 5,99% óverðtryggðir vextir. Til samanburðar fá Íslendingar ekki lægri en 8% vexti þegar þeir kaupa húsnæði.

„Við kynnum nú okkar fyrsta vaxtaátak á Íslandi þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á að fá fjármögnun með bílaláni með 5,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum á öllum nýjum Model 3 ökutækjum,“ segir Tesla í tilkynningu til fjölmiðla. 

Vextirnir eru hærri fyrir aðrar tegundir Tesla. Þannig fæst Model Y, sem er stærri en Model 3, með 6,99% óverðtryggðum vöxtum. 

„Sem dæmi er Model Y Long Range fjórhjóladrifinn nú fáanlegur með bílaláni á 6,99% breytilegum óverðtryggðum vöxtum frá 100.965 kr. á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Tesla.

Um er að ræða breytilega vexti en ekki kemur fram undir hvaða kringumstæðum vextir hækka eða lækka.

Lánin eru til 84 mánaða og krefjast 20% útborgunar fyrir bílana. Model Y kostar frá …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þetta hlýtur að sanna að svimandi háir vextir á lánum séu alls ekkert náttúrlögmál.

    Nú er auðveldlega og áhættulaust hægt að fá rúmlega 7% ársávöxtun á sparifé. Það þýðir að sá sem tekur svona bílalán á um 6% vöxtum í staðinn fyrir að staðgreiða bílinn og geymir sömu upphæð á sparireikningi hagnast sem nemur um 1% vaxtamuninum.

    Ódýrasta Tesla Model 3 kostar ca. 6 milljónir og hægt að fá 80% lán eða 4,8 milljónir til 7 ára en yfir það tímabil nemur þessi vaxtamunur a.m.k. rúmlega 346.000 kr. Ef við lítum á þetta sem ígildi afsláttar þá nemur hann um 5,8% af kaupverði ökutækisins.
    2
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er til marks um mikið panikástand í herbúðum Tesla. Í Júlí hefur salan haldið áfram að dragast saman í Evrópu á öllum mörkuðum ef undan eru skilin löndin Noregur og Spánn. T.a.m. hefur sala í Hollandi minnkað um 62%. Svipað er upp á teningnum í Belgíu, Portúgal, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi, þýskalandi og Ítaliu.

    Ég myndi aldrei kaupa Teslu og það hefur ekkert með bílana sjálfa að gera. Það er einfaldlega prinsippatriði hjá mér.
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Enginn ætti að kaupa jafn lélega fjárfestingu og bíl fyrir lánsfé, sama hverjir vextirnir eru.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár