Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Íslensk útflutningsfyrirtæki áhyggjufull yfir tollum Trump

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti boð­ar 15% toll á ís­lensk­ar vör­ur. Þetta sýn­ir hversu ófyr­ir­sjá­an­leg banda­rísk stjórn­völd eru að mati fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda sem seg­ir ís­lensk fyr­ir­tæki leita að nýj­um mörk­uð­um fyr­ir vör­ur sín­ar.

Íslensk útflutningsfyrirtæki áhyggjufull yfir tollum Trump
Donald Trump Tollar á íslenskar vörur verða hærri en forsetinn boðaði í apríl. Mynd: AFP

Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöldi að fimmtán prósenta tollur verði lagður á vörur frá Íslandi. Þetta verði raunin þrátt fyrir að Ísland flytji inn meira frá Bandaríkjunum en út til þeirra.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði í apríl tilkynnt um 10% tolla á íslenskar vörur sem var lægsta prósentan í nýrri tollastefnu Bandaríkjanna.

„Það var ekkert í kortunum sem benti til þess að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Inn- og útflutningsfyrirtæki eru stór hluti aðildarfyrirtækja félagsins.

Ólafur StephensenFramkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af tollastefnu Bandaríkjanna.

„Þetta sýnir vel hversu ófyrirsjáanleg bandarísk stjórnvöld eru þessa dagana,“ segir hann. „Ég er náttúrulega búinn að heyra í mínum félagsmönnum í morgun sem eru í útflutningi til Bandaríkjanna og þeir hafa miklar áhyggjur af þessu. Við erum sömuleiðis búin að heyra frá utanríkisráðuneytinu að það verði strax farið í viðræður við Bandaríkin og reyna að fá þessum ákvörðunum breytt. Án þess að maður leyfi sér að vera of bjartsýnn hvað þetta varðar.“

Ólafur segir að afstaða félagsins í tæpa öld hafi verið að tollar séu vont hagstjórnartæki. „Þeir valda á endanum öllum skaða. Þessir tollar sem Bandaríkjaforseti hefur verið að leggja á munu ekki síður skaða efnahagslíf Bandaríkjanna en viðskiptalanda þeirra. Þetta skaðar heimsviðskiptin og veldur verðhækkunum og efnahagsvandræðum á heimsvísu,“ segir hann.

„Fólk horfir í kringum sig og skoðar möguleikann á öðrum mörkuðum“

Stærstur hluti útflutnings íslenskra fyrirtækja til Bandaríkjanna er í tækjum og vörum til lækninga og sjávarútvegi en að öðru leyti er fjölbreyttur útflutningur þarna undir. „Lyf, snyrtivörur og sjávarafurðir vega þungt,“ segir Ólafur.

Aðspurður segir hann að þessi fyrirtæki séu farin að leita að öðrum mörkuðum fyrir vörur sínar. „Það er þróun sem er búin að vera í gangi frá því að Trump boðaði þessar tollahækkanir. Fólk horfir í kringum sig og skoðar möguleikann á öðrum mörkuðum. Það mun ábyggilega halda áfram.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu