Íslandsvinur gripinn af Ísraelsher

Chris Smalls, stofn­andi verka­lýðs­fé­lags Amazon, var gest­ur á fundi Sósí­al­ista­flokks­ins á Ís­landi í fyrra. Hann og áhöfn báts sem flutti mat­væla­að­stoð til Gaza voru tek­in af ísra­elska sjó­hern­um á laug­ar­dag.

Íslandsvinur gripinn af Ísraelsher
Chris Smalls á Sósíalistaþingi Smalls, fyrir miðju, tók þátt í umræðum en á myndinni er lengst til vinstri Karl Héðinn Kristjánsson, stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, og lengst til hægri Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi. Mynd: Roði

Bandaríski verkalýðsleiðtoginn Chris Smalls er meðal þeirra sem teknir voru af Ísraelsher á laugardag á bátnum Handala sem flutti matvælaaðstoð til Gaza.

Chris Smalls var á Íslandi í fyrra og tók þátt í umræðum á þingi Sósíalistaflokks Íslands með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Þá var hann gestur í þætti á Samstöðinni sem Karl Héðinn Kristjánsson, nú stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum, stýrði ásamt Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa og fleiri gestum.

Báturinn Handala lagði frá Gallipoli á Ítalíu fyrr í mánuðinum og stefndi til Gaza með matvælaaðstoð, ungbarnablöndu og sjúkravörur. Alls voru 21 á bátnum, þar af 19 aðgerðasinnar og tveir fréttamenn frá Al Jazeera, samkvæmt frétt BBC.

Sjóher Ísrael stöðvaði bátinn á laugardag og sýnir myndband hermenn stíga um borð og skipverja með hendur á lofti. Utanríkisráðuneyti Ísrael sagði bátinn hafa komið með ólöglegum hætti inn í landhelgi Gaza og að allir skipverjar væru öruggir.

Í júní var sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg stöðvuð ásamt ellefu félögum sínum þegar hún gerði svipaða tilraun til að sigla til Gaza. Ísrael hefur stöðvað alla mannúðaraðstoð til Gaza frá 2. mars þegar hernaður á svæðinu byrjaði aftur eftir tveggja mánaða vopnahlé.

Tókst á við Jeff Bezos og sigraði

Chris Smalls varð heimsfrægur eftir að hann var rekinn frá Amazon fyrir að skipuleggja útgöngu starfsfólks í mars 2020 vegna ólíðandi aðstæðna við upphaf Covid-19 faraldursins. Í kjölfarið stofnaði verkalýðsfélag Amazon og vann sögulegan sigur árið 2022 þegar starfsmenn í New York hjá þessum næststærsta vinnuveitanda Bandaríkjanna ákváðu að sameinast í félagið.

„Sem faðir, verkamaður og samúðarfullur verkalýðsleiðtogi bauð Chris Small sig fram til að ganga um borð á bátnum sem lagði úr höfn frá Gallipoli á Ítalíu 20. júlí 2025,“ segir í tilkynningu frá bandaríska verkalýðsfélaginu CFA. „Báturinn var fullur af ungbarnablöndu, mat og sjúkravörum. Friðsamlegt skipið var tekið af ísraelskum stjórnvöldum eftir sex daga siglingu á alþjóðlegu hafsvæði, aðeins 40 sjómílum frá sveltandi fólki á Gaza sem þarf bráðnauðsynlega á aðstoð að halda.“

„Chris Smalls er verkalýðsbróðir okkar“

CFA segir hundruð þúsunda Palestínumanna hafa verið særða eða drepna af Ísraelsher undanfarin tæp tvö ár. Þau sem eftir lifi séu króuð af án matar. „Chris Smalls er verkalýðsbróðir okkar,“ segir í tilkynningunni. „Hann hefur af hugrekki tekist á við óvini af yfirþyrmandi stærðargráðu og sigraði Jeff Bezos, ríkasta mann heims árið 2020, þegar hann, starfsmaður í vöruhúsi án nokkurrar formlegrar menntunar eða þjálfunar, stofnaði verkalýðsfélag Amazon. Hann hefur verið ein sterkasta röddin í verkalýðshreyfingunni.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár