Karl Héðinn segir af sér

Stjórn­ar­mað­ur í Sósí­al­ista­flokkn­um mun ekki leiða ung­l­iða­hreyf­ingu flokks­ins áfram eft­ir að hann greindi frá sam­bandi sínu við unga konu þeg­ar hann starf­aði með ung­l­iða­hreyf­ingu Pírata.

Karl Héðinn segir af sér
Karl Héðinn Kristjánsson Stjórnarmaður Sósíalistaflokksins hættir sem leiðtogi ungliðahreyfingarinnar.

K

arl Héðinn Kristjánsson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, hefur sagt af sér sem forseti ROÐA, ungliðahreyfingar flokksins.

Hann tekur ekki fram hvort hann muni halda áfram í framkvæmdastjórn flokksins.

Karl Héðinn tilkynnti um þetta á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vil hér með tilkynna að ég hef stigið til hliðar sem forseti ROÐA,“ skrifar Karl Héðinn. „Sú ákvörðun var tekin eftir umhugsun og með hagsmuni hreyfingarinnar að leiðarljósi. Ég er ótrúlega stoltur af því sem við höfum byggt saman undanfarin ár, og þakklátur fyrir samstarfið, baráttuna og traustið sem mér hefur verið sýnt.“

Karl Héðinn greindi frá því nýverið að hann hefði átt í sambandi við unga konu þegar hann starfaði innan ungliðahreyfingar Pírata. „Á síðustu vikum hefur komið upp umræða vegna sambands sem ég átti, þegar ég var 22 ára gamall, við töluvert yngri manneskju. Þetta samband átti sér stað utan vettvangs ROÐA og löngu áður en ég tók að mér forystuhlutverk í félaginu. Enginn innan hreyfingarinnar hefur lýst neikvæðri reynslu af mér, en ég geri mér grein fyrir því að sambandið og þögn mín um það hefur vakið gagnrýni og óöryggi, sérstaklega í hreyfingu sem leggur áherslu á jafnrétti, öryggi og traust,“ skrifar hann.“

„Mér finnst mikilvægt að segja þetta skýrt: Ég hef aldrei litið á neina manneskju sem „auðveldan feng“ né ætlað mér að nýta aðstæður mér í hag. Þótt það hafi aldrei verið ætlunin geri ég mér nú betur grein fyrir því hvernig slíkt samband getur vakið áleitnar spurningar og það ber að taka alvarlega. Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að dómgreind mín hefði átt að vera betri á sínum tíma og að þögn mín um sambandið í upphafi þátttöku minnar í ROÐA hefur valdið skiljanlegu óöryggi,“ bætir Karl Hérðinn við.

Eins og áður segir tekur Karl Héðinn ekki fram hvort hann muni sitja áfram í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. „Ég lít svo á að ábyrgð felist ekki aðeins í gerðum, heldur líka í gagnsæi, viðkvæmni og viljanum til að læra og vaxa,“ skrifar hann. „Ég harma mjög að aðrir upplifðu vanlíðan í tengslum við þetta mál og vona að þessi yfirlýsing skýri afstöðu mína og fyrirætlanir. Framtíð mín liggur áfram í félagslegri baráttu, en ég mun nú beina athygli minni að öðrum sviðum, leggja mitt af mörkum með nýjum hætti og einbeita mér að því sem ég get best. Bæði innan flokksins og í öðrum félagslegum og skapandi verkefnum. Með hlýju og von um samstöðu í áframhaldandi baráttu.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár