Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaðist í dag við að beina athyglinni frá vaxandi gagnrýni vegna meðhöndlunar stjórnar hans á kynferðisbrotamáli Jeffreys Epstein með því að setja fram fullyrðingar um að Barack Obama hefði reynt að fremja valdarán.
„Hvort sem það er rétt eða rangt er kominn tími til að fara á eftir fólki,“ sagði Trump á fundi í Hvíta húsinu í dag.
Svarar Epstein-málinu með hótun gegn Obama
Ásökunum þessum, sem settar voru fram á forsetaskristofunni, fylgdi óvænt tilkynning um að dómsmálaráðuneyti Trumps myndi yfirheyra fyrrverandi samverkamanneskju Epsteins sem situr í fangelsi.
Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu á X að Ghislaine Maxwell, breskur félagsmógúll sem afplánar 20 ára dóm fyrir þátttöku sína í meintu barnaníðingskerfi Epsteins, yrði spurð um nýjar upplýsingar.
„Engin vísbending er útilokuð,“ sagði Blanche.
Hins vegar virtist þessi sýn á gagnsæi vera hluti af samstilltu átaki Hvíta hússins og bandamanna Trumps til að kveða niður vangaveltur …
Athugasemdir