Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eitt stærsta bílaumboð Íslands í erlent eignarhald

Askja seld til al­þjóð­legs risa.

Eitt stærsta bílaumboð Íslands í erlent eignarhald
Forstjóri Öskju Jón Trausti Ólafsson heldur stöðu sinni sem forstjóri Öskju. Mynd: Askja

Bílaumboðið Askja, sem selur meðal annars Mercedes-Benz, Honda og Kia-bifreiðar á Íslandi, hefur verið selt alþjóðlegum risa. 

Félagið hefur hagnast um 1,35 milljarða króna á ári að jafnaði frá árinu 2021.

Kaupandinn er félagið Inchcape, sem sagt er leiðandi og óháður alþjóðleg­ur dreif­ing­ar- og söluaðili bif­reiða. Inchape hefur verið skráð í kaup­höll­ina í London síðan 1958. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa meira en 16.000 manns á 38 mörkuðum um all­an heim.

Í kaupunum felst líka yfirtaka á Dekkjahöllinni, Unu, Landfara, Hentar og bílaleigunni Lotus.

Eigendur Öskju, sem selja félagið úr eignarhaldsfélaginu Vekru ehf, eru meðal annars hjónin Hjörleifur Þór Jakobsson og Hjördís Ásberg, Frosti Bergsson og forstjórinn, Jón Trausti Ólafsson.

Hjörleifur var forstjóri Hampiðjunnar frá 1999 til 2002, þegar hann gerðist forstjóri Olíufélagsins Essó. Hann var náinn samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar fjárfestis og sat í stjórn Kaupþings. Fram kom í umfjöllun DV 2013 að Hjörleifur hefði komið með 600 milljónir króna til …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár