Bílaumboðið Askja, sem selur meðal annars Mercedes-Benz, Honda og Kia-bifreiðar á Íslandi, hefur verið selt alþjóðlegum risa.
Félagið hefur hagnast um 1,35 milljarða króna á ári að jafnaði frá árinu 2021.
Kaupandinn er félagið Inchcape, sem sagt er leiðandi og óháður alþjóðlegur dreifingar- og söluaðili bifreiða. Inchape hefur verið skráð í kauphöllina í London síðan 1958. Hjá fyrirtækinu starfa meira en 16.000 manns á 38 mörkuðum um allan heim.
Í kaupunum felst líka yfirtaka á Dekkjahöllinni, Unu, Landfara, Hentar og bílaleigunni Lotus.
Eigendur Öskju, sem selja félagið úr eignarhaldsfélaginu Vekru ehf, eru meðal annars hjónin Hjörleifur Þór Jakobsson og Hjördís Ásberg, Frosti Bergsson og forstjórinn, Jón Trausti Ólafsson.
Hjörleifur var forstjóri Hampiðjunnar frá 1999 til 2002, þegar hann gerðist forstjóri Olíufélagsins Essó. Hann var náinn samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar fjárfestis og sat í stjórn Kaupþings. Fram kom í umfjöllun DV 2013 að Hjörleifur hefði komið með 600 milljónir króna til …
Athugasemdir