Það er vitað að karlmenn (hér eftir kallaðir strákar) einangrast með aldrinum og glíma margir hverjir við einmanaleika þegar samfélagsgerðin hættir að sjá þeim fyrir félagsskap í frístundum. Til þess að sporna við þessu hef ég tekið saman fáein ráð til þess að aðstoða stráka við að styrkja sig félagslega.
1. Gakktu í klúbb!
Ef klúbburinn er ekki til, stofnaðu hann!
Margir strákar eru hræddir við höfnun og finnst erfitt að hringja kalt í aðra stráka til þess að bjóða þeim út að leika. Það getur því verið gagnlegt að búa til erindi fyrir hittingnum: „Viltu byrja í bíóklúbbi?“ eða „Eigum við að ganga á fjöll?“ eða „Ég er skjöldur Íslands og ég hef fengið nóg“ er oft þægilegra fyrir litla stráka að segja en: „Viltu hittast?“
2. Gakktu alla leið, fáið ykkur búning!
Það er ástæða fyrir því að herbergi barna eru oft full af búningum. Það getur verið auðveldara að tjá sig í gervi, það tekur pressuna aðeins af þér. Pantaðu svarta boli með mega töff áletrun aftan á, þannig vita allir að þið eruð strákavinir!
3. Steik! Steik! Steik!
Strákar elska steikur, þess vegna eru þeir strákar.
4. Af ykkur stafar engin ógn
Þið eruð strákar og þið eruð hetjur, þið megið spyrja fólk hvað það sé að gera og þið megið krefja það um að láta af því. Lögreglan er ekki að fara að leysa vandann og heldur ekki til þess gerðar stofnanir eða viðeigandi yfirvöld, það er undir ykkur komið að vernda landið, sama hvort það vill það eða ekki. Það hefur reynst vel í sögulegu samhengi.
5. Ekki gleyma að taka myndir!
Þegar fram líða stundir verður gaman að rifja upp fyrstu fundina ykkar. Þetta getur líka reynst gagnlegt fyrir saksóknara. Ekkert er dýrmætara en minningar.
Athugasemdir