„Ég verð leið að geta ekki verið til staðar fyrir félagana,“ segir Lydía Angelíka Guðmundsdóttir. Hún er hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður sem býr í Öræfunum. Lydía er félagi í björgunarsveitinni Kára og hefur oft þurft að taka stjórn í útköllum. Félagar hennar hafa lýst yfir létti þegar hún kemst í útköll því þá sé einhver með sérþekkingu til staðar. Henni þykir óþægilegt að vera ekki á svæðinu þegar það verða stór og ljót útköll.
„Í sjúkraflutningunum er ég með grunnmenntun sem er lægsta menntunarstig og það er oft talað um að næsta menntunarstig fyrir ofan, þá ertu orðinn fullmenntaður sjúkraflutningamaður,“ útskýrir Lydía og heldur áfram: „Ég hef það ekki en er samt að stjórna í aðstæðunum af því ég er með mestu reynsluna hér. En ef ég væri á Selfossi eða í þéttbýli væri líklega einhver með meiri menntun en ég að stjórna á vettvangi. Mér finnst að það ætti einhver …
Athugasemdir