Engar ákvarðanir um næstu skref hafa verið teknar vegna sprungu í Svínafelli ofan við Svínafellsjökul síðan í maí 2018. Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótels Skaftafells, segir eins og ýtt hafi verið á takka árið 2018 en engin uppbygging hefur verið leyfð síðan þá.
Íbúar hafa beðið eftir næstu skrefum vegna hættu sem fylgir sprungu í Svínafelli. Síðustu sjö ár hefur allri uppbyggingu á svæðinu verið slegið á frest og ekki liggur fyrir hvenær ákvarðanir verða teknar. Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótels Skaftafells, segir að til hafi staðið að byggja húsnæði fyrir starfsfólk hótelsins sem gistir í dag í gámum en að enn megi þau ekki byggja neitt. „Það er ekki hægt að setja starfsemi og fólk hér á ís,“ segir hún.
Jón Grétar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsflugs, sem rekur útsýnisflug frá Skaftafellsflugvelli, segir: „Öll þessi ár, tekin af fólki í uppbyggingu. Ég næ þessu ekki.“
„Öll þessi ár, tekin af fólki …
Athugasemdir