Tröll ferðaþjónusta hagnaðist um tæpar 223 milljónir króna árið 2023 og velta jókst um helming, fór úr tæpum tveimur milljörðum í tæpa þrjá milli ára. Þá greiddi félagið eiganda sínum, Ingólfi Ragnari Axelssyni, 250 milljónir króna í arð í fyrra.
Ingólfur stofnaði fyrirtækið og stýrði því þar til síðasta sumar þegar Gísli Eyland tók við sem framkvæmdastjóri. Í fyrra fór fyrirtækið einnig út í hótelrekstur með tæplega milljarðs fjárfestingu í gistiheimilum á Suðurlandi.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar koma mál tengd Tröll ítrekað inn á borð verkalýðsfélaga og er fyrirtækið þekkt í geiranum fyrir að vera hart í horn að taka þegar kemur að réttindum starfsfólks.
Ingólfur hefur reglulega ratað í fréttirnar vegna deilna við starfsfólk, keppinauta og viðskiptavini. Í vor dæmdi Félagsdómur spænskum starfsmanni hjá félagi Ingólfs í vil en Ingólfur hafði hótað honum uppsögn ef hann gengi í stéttarfélag. Var Ingólfur dæmur til að greiða 1,3 milljónir í sekt og …
Athugasemdir