Braut gegn starfsmanni og greiddi sér kvartmilljarð í arð

Fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Trölla­ferða lýs­ir slæm­um að­bún­aði stafs­manna í jökla­ferð­um fyr­ir­tæk­is­ins. Eig­and­inn, Ingólf­ur Ragn­ar Ax­els­son, hót­aði að reka starfs­mann fyr­ir að ganga í stétt­ar­fé­lag. Skömmu síð­ar greiddi hann sér 250 millj­ón­ir í arð.

Braut gegn starfsmanni og greiddi sér kvartmilljarð í arð
Eigandi Tröllaferða Ingólfur Ragnar Axelsson hefur ítrekað lent í deilum við starfsfólk, samkeppnisaðila og viðskiptavini. Mynd: MBL / RAX

Tröll ferðaþjónusta hagnaðist um tæpar 223 milljónir króna árið 2023 og velta jókst um helming, fór úr tæpum tveimur milljörðum í tæpa þrjá milli ára. Þá greiddi félagið eiganda sínum, Ingólfi Ragnari Axelssyni, 250 milljónir króna í arð í fyrra.

Ingólfur stofnaði fyrirtækið og stýrði því þar til síðasta sumar þegar Gísli Eyland tók við sem framkvæmdastjóri. Í fyrra fór fyrirtækið einnig út í hótelrekstur með tæplega milljarðs fjárfestingu í gistiheimilum á Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar koma mál tengd Tröll ítrekað inn á borð verkalýðsfélaga og er fyrirtækið þekkt í geiranum fyrir að vera hart í horn að taka þegar kemur að réttindum starfsfólks.

Ingólfur hefur reglulega ratað í fréttirnar vegna deilna við starfsfólk, keppinauta og viðskiptavini. Í vor dæmdi Félagsdómur spænskum starfsmanni hjá félagi Ingólfs í vil en Ingólfur hafði hótað honum uppsögn ef hann gengi í stéttarfélag. Var Ingólfur dæmur til að greiða 1,3 milljónir í sekt og …

Kjósa
81
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Nátt­úr­an gef­ur og nátt­úr­an tek­ur: Hættu­ástand á ferða­manna­stöð­um

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár