Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Áslaug Arna komin aftur á þingfararkaup

Við þingslit í gær fór Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, aft­ur á laun þrátt fyr­ir að vera er­lend­is í náms­leyfi. Hún fær um 3,1 millj­ón króna þar til vara­þing­mað­ur tek­ur við í haust.

Áslaug Arna komin aftur á þingfararkaup
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Áslaug Arna beið lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í vor og tilkynnti í kjölfarið að hún hygðist flytja til New York borgar í níu mánuði til að stunda nám við Columbia háskóla. Mynd: Facebook

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fær um 3,1 milljón króna í greiðslur frá Alþingi frá deginum í dag þar til næsta þing er sett í september. Allan þann tíma verður hún stödd erlendis í námi.

Alþingi var frestað í gær eftir óvenjulangt vorþing. Eins og Heimildin greindi frá í síðustu viku víkja varaþingmenn og allir þjóðkjörnir þingmenn taka sæti aftur að þingi loknu og fá greitt þingfararkaup, Áslaug Arna þar meðtalin, fram að 157. löggjafarþingi sem hefst 9. september samkvæmt starfsáætlun.

Þingfararkaup er 1.611.288 kr. á mánuði og fær Áslaug Arna greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 43.500 kr. og fastan starfskostnað upp á 58.000 kr. hvern mánuð.

Fær hún því í kringum 3,1 milljón króna í greiðslur frá Alþingi þar til varaþingmaðurinn Sigurður Örn Hilmarsson tekur sæti hennar 9. september ef allt gengur eftir.

Áslaug Arna tilkynnti í vor að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Hún hafði í febrúar beðið lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Hún hafði þegar fengið nokkurra daga laun í júlí þrátt fyrir að vera farin til New York borgar en varaþingmaður tók sæti hennar á fimmta virka degi eftir að hún var flogin út. Munar þar um nokkur hundruð þúsunda króna í greiðslur til Áslaugar Örnu. Hún hafði þá raunar verið skráð fjarverandi við allar atkvæðagreiðslur á Alþingi frá 20. júní.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $389.000 í tekjum.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skammarlegt!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár