Ísíðustu grein um sögu Írans var sagt frá upphafi herferðar Xerxesar Persakonungs til að leggja undir sig Grikkland árið 480 FT. Ætlun hans var að hefna ófaranna þegar her Daríusar, föður hans, tapaði illa fyrir Grikkjum við Maraþon áratug fyrr.
Persaveldi var þá öflugasta og stærsta ríki sem risið hafði í veröldinni. Það gekk einfaldlega ekki að fámenn og sundurþykk smáríki á jaðri heimsveldisins neituðu ekki bara að fallast á yfirráð hins mikilfenglega Persakonungs, heldur gerðust sek um þá ósvífni að sigra heimsveldið í orrustu.
Því hafði Xerxes nú safnað gríðarstórum her og flota. Í fornum heimildum segir að í hernum hafi verið um milljón manns en það er áreiðanlega ýkt. En töldu her og floti þó eitthvað rúmlega 200.000 manns og jafnvel á vorum dögum þætti það dálaglegur innrásarher.
Xerxes á leiðinni!
Grikkir vissu vel að Xerxes var á leiðinni. Hann réði þegar yfir Þrakíu (Búlgaríu) og hafði gert …
Athugasemdir