Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ákvæðinu beitt fimm sinnum í sögunni: „Áróðurinn trompar allt“

Dag­ur B. Eggerts­son gagn­rýn­ir Morg­un­blað­ið og ver beit­ingu þess sem blað­ið kall­ar „kjarn­orku­ákvæð­ið“ í grein sem birt var sam­hliða um­ræð­um um mál­ið á Al­þingi í dag.

Ákvæðinu beitt fimm sinnum í sögunni: „Áróðurinn trompar allt“
Dagur B. Eggertsson Þingmaður Samfylkingar segir að skipuleggja þurfi þingstörf betur. Mynd: Golli

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi hálftíma eftir að þingfundur hófst í dag, meðan umræður um beitingu Þórunnar Sveinbjarnardóttur á 71. grein þingskapalaga stóðu yfir.

Í greininni ver hann beitingu ákvæðisins og gagnrýnir Morgunblaðið fyrir fréttaflutning af því. „Þegar ég las fyrir nokkru að Morgunblaðið væri farið að kalla 71. gr. þingskapa „kjarnorkuákvæði“ var mín fyrsta hugsun að það væri takmörkuð þekking á kjarnorku á þeim bænum,“ skrifar Dagur. „Áróðurinn trompar allt.“

Ákvæðið gefur forseta kost á að takmarka ræðutíma um mál og kalla fram atkvæðagreiðslu. Í þetta sinn er það gert til að greidd verði atkvæði um frumvarp um veiðigjöld.

„Ákvæðið í 71. gr. þingskapanna er sannarlega ekki nýtt,“ skrifar Dagur. „Þvert á móti er það að stofni til frá 1875 í þeim bráðabirgðaþingsköpum sem Danakonungur lagði fram með stjórnarskránni sem hann færði Íslendingum (einsog það var orðað) sama ár. Þjóðþingið hélt ákvæðinu óbreyttu í þingsköpum sem samþykkt var eftir yfirlegu árið eftir, 1876. Ákvæðið í núverandi mynd er frá 1936 og þá bættist við að óheimilt væri að takmarka umræður með ákvæðinu nema þær hefðu þegar staðið í að minnsta kosti þrjár klukkustundir.

Í þingtíðindum má lesa að þingmenn úr öllum eða nær öllum flokkum hafa fært rök fyrir gildi ákvæðisins á síðustu öld. Þeirra á meðal Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra Alþýðuflokksins, Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra Framsóknarflokksins, Benedikt Sveinsson faðir Bjarna Benediktssonar eldri og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins.“

Ákvæðinu beitt fimm sinnum í sögunni

Nefnir Dagur að ákvæðinu hafi verið beitt fimm sinnum í sögu Alþingis. „Ljóst er af lestri umræðna á Alþingi frá síðustu öld að búist var því að greinin yrði meira notuð en raunin hefur orðið,“ skrifar hann. „Það er þó ekki svo að hún hafi ekki verið notuð. Fyrst árið eftir að hún varð til í núverandi mynd, árið 1937 í umræðu um Slíldarverksmiðjur ríkisins. Árið 1947 í umræðu um dýrtíðarráðstafanir (verðbólgu) sem staðið hafði í átta klukkustundir. Árið 1949 í umræðu um aðildina að Atlantshafsbandalaginu var umræðan takmörkuð við þrjár klukkustundir í upphafi umræðunnar með atkvæðagreiðslu á grundvelli greinarinnar. Árið 1959 í umræðu um fjármálaráðstafanir sem staðið höfðu fram á nótt. Að endingu var greininni beitt árið 1989, einnig að næturlagi, en þá gætti forseti þess ekki að bera tillögu sína undir atkvæði og baðst í kjölfarið afsökunar.“

Þá fjallar Dagur um sambærileg ákvæði í nágrannaríkjum sem sjaldan eru notaðar. „Ástæðan er sú að fyrir margt löngu hefur verið tekið á skipulagi þingstarfa þannig að umfjöllun þingsins er skipulögð fram í tímann en ekki frá degi til dags, einsog það hefur verið fram á þennan dag á Alþingi Íslendinga,“ skrifar Dagur, sem tók fyrst sæti á Alþingi eftir kosningar í fyrra.

„Það hefur satt best að segja verið merkilegt að kynnast því að vita ekki að kvöldi hvernig dagskrá morgundagsins er líkt og áratuga hefð er fyrir á Alþingi. Þó mætti ætla að þingmenn þyrftu að undirbúa sig vel fyrir mikilsverðar umræður. Allir sem fylgjast með umræðum á þingi vita að í málþófi fer skipulag og innihald veg allrar veraldar og stjórnarandstaðan einokar jafnan ræðustólinn.“

Vilji Alþingis komi fram með atkvæðagreiðslu

Dagur skrifar að Alþingi hafi verið hikandi að beita ákvæðinu þar sem það hafi ekki þurft. „Ég kann þess þó engin dæmi að stjórnarandstaðan hafi gefið skýrt til kynna að stöðvaður verði framgangur allra þingmála vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar við eitt mál,“ skrifar hann og vísar þar í frumvarpið um veiðigjöld.

„Nú er uppi af hálfu stjórnarandstöðu ófrávíkjanleg krafa um að frumvarp um veiðigjöld þurfi að draga til baka eða breyta. Það er ólýðræðislegt. Það er ekki í samræmi við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga. Það er ekki í samræmi við þingræðið. Þetta er staðan nú og því er að mínu mati algjörlega eðlilegt að beita ákvæðinu þótt það hafi ekki verið planið. 71. gr er í núverandi stöðu er eðlilegur hluti þingskapa til að tryggja framgang lýðræðisins frekar en að ógna því á nokkurn hátt enda hefur allt verið reynt áður en til hennar er gripið.“

„Það er ekki í samræmi við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga“

Dagur segir að vilji þingsins muni koma fram með því að greidd verði atkvæði um veiðigjaldamálið. „Það mun án efa taka einhvern tíma og kalla á umræðu. Það er eðlilegt. Framhaldið varðandi afgreiðslu annarra mála getur ráðist af frekari viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu eða það verður gripið til þess að skipuleggja frekari þingstörf á grunni þingskapa næstu vikur,“ skrifar hann.

Hvetur hann til þess að þingstörf til framtíðar verði skipulögð, bæði vikulega og allan þingveturinn fyrirfram. „Hvorugt hefur eitthvað með kjarnorku að gera heldur myndi fyrst og fremst leiða til betri og markvissari vinnubragða,“ skrifar Dagur. „Hvoru tveggja væri til byltingakenndra bóta og myndi bæta starfsaðstæður þingsins, þingmanna, almennings og fjölmiðla. Allt hefur þetta verið gert og oft fyrir margt löngu í nágrannalöndunum. Allir aðrir vinnustaðir á Íslandi eru líka löngu komnir inn í nútímann að þessu leyti. Þar á meðal borgarstjórn og sveitarstjórnir. Það er löngu kominn tími til þess á Alþingi.“

Kjósa
97
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TF
    Tryggvi Felixson skrifaði
    Gott lýðræði byggir á skipulagi! Góð og gagnleg greining Dags á vanda Alþingis..
    9
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Fær Heimildin eitthvað fyrir að flagga þesum svika pésa?
    -21
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Góð grein,en ekki órökstutt blaður eins og á " sumum bæjum"
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár