Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi

Þrátt fyr­ir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fá greitt þing­far­ar­kaup þeg­ar Al­þingi er slit­ið og fram til 9. sept­em­ber ef vara­þing­mað­ur henn­ar tek­ur þá við eins og stend­ur til.

Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Flutt í New York Áslaug Arna verður við nám Í Bandaríkjunum í níu mánuði og birti á laugardag þessa mynd af flutningunum á Instagram.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er flutt til New York í nám en fer engu að síður aftur á þingfararkaup þegar Alþingi verður slitið og heldur því þar til næsta þing verður sett í haust.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis mun varaþingmaður sem kom inn fyrir Áslaugu Örnu síðastliðinn föstudag víkja af þingi þegar þingi er slitið. Taka þá allir þjóðkjörnir þingmenn sæti aftur og fá greitt þingfararkaup, Áslaug Arna meðtalin, fram að 157. löggjafarþingi sem hefst 9. september samkvæmt starfsáætlun.

Þingfararkaup er 1.611.288 kr. á mánuði og fær Áslaug Arna greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 43.500 kr. og fastan starfskostnað upp á 58.000 kr. hvern mánuð.

Áslaug Arna tilkynnti í vor að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Hún hafði í febrúar beðið lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Tilkynnt var að Sigurður Örn Hilmarsson mundi taka sæti Áslaugar Örnu á meðan, en útskrift hennar er í maí 2026.

Birna Bragadóttir tók hins vegar sæti á Alþingi fyrir Áslaugu Örnu á föstudag en þá hafði Áslaug Arna verið í New York frá því helgina áður hið minnsta. Hlýtur Áslaug Arna því laun fyrir að minnsta kosti fjögurra daga þingsetu þennan mánuðinn þrátt fyrir að hafa verið flutt erlendis. Hefur hún raunar verið skráð fjarverandi við allar atkvæðagreiðslur á Alþingi frá 20. júní.

Enn óvíst með þinglok

Þingflokkar taka ákvörðun um hvenær varamenn eru kallaðir inn. Samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað fær þingmaður ekki greitt þingfararkaup og þingfararkostnað þegar varamaður situr á þingi og hann er ekki í opinberum erindum á vegum Alþingis eða forfallaður vegna veikinda.

Annað gildir þó þegar Alþingi er ekki að störfum en þá víkja varaþingmenn af þingi og greiðslur til þeirra falla niður. Taka þjóðkjörnir þá sæti og fá greitt þingfararkaup.

Alþingi er enn að störfum en samkvæmt upphaflegri starfsáætlun átti að slíta því 13. júní síðastliðinn. Þingflokksformönnum flokkanna á Alþingi hefur ekki tekist að semja um þinglok en frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld er meðal þess sem enn er til umræðu. Hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar sakað stjórnarandstöðuna um málþóf en umræðan um frumvarpið er orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu árið 1991.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hver fékk 155 miljónir í árslaun í fyrra eða um 13 milljónir á mánuði frá Skel. Laun Áslaugar eru bara lítilræði miðað við það. Þau eru eitthvað skyld.
    0
  • S
    Stefán skrifaði
    Öll einkavæðing er góð. Þegar fólk er í aðstöðu til að, eignast ríkiseignir í gegnum sitt yfirstéttar tengslanet. Ég er ekki alveg að skilja, hvort Áslaug sé persóna, í eigin veruleikasjónvarpi, eða Þingmaður. Reyndar held ég, að mjög margt stjórnmálafólk, þvert á flokka, hafi orðið veruleikafyrringu að bráð. Blessað fólkið virðist illa áttað, hvort það vinni fyrir hagsmuni þjóðar, eða sjálft sig, í sínu persónulega veruleikasjónvarpi. Ef Áslau les þetta, mun mögulega, hið litla hjarta fá hnút, og á andlitið byrtist mögulega, vamlausu harmi sleginn svipurinn, sem skilur illa, ilsku fólks. En það breytir einu, um að hún er aðeins fígúra, í hinum fáránlega sirkús valdsins. ❤️.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár