Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi

Þrátt fyr­ir að vera í New York í námi mun Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fá greitt þing­far­ar­kaup þeg­ar Al­þingi er slit­ið og fram til 9. sept­em­ber ef vara­þing­mað­ur henn­ar tek­ur þá við eins og stend­ur til.

Áslaug Arna fær aftur laun þrátt fyrir að vera í leyfi
Flutt í New York Áslaug Arna verður við nám Í Bandaríkjunum í níu mánuði og birti á laugardag þessa mynd af flutningunum á Instagram.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er flutt til New York í nám en fer engu að síður aftur á þingfararkaup þegar Alþingi verður slitið og heldur því þar til næsta þing verður sett í haust.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis mun varaþingmaður sem kom inn fyrir Áslaugu Örnu síðastliðinn föstudag víkja af þingi þegar þingi er slitið. Taka þá allir þjóðkjörnir þingmenn sæti aftur og fá greitt þingfararkaup, Áslaug Arna meðtalin, fram að 157. löggjafarþingi sem hefst 9. september samkvæmt starfsáætlun.

Þingfararkaup er 1.611.288 kr. á mánuði og fær Áslaug Arna greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 43.500 kr. og fastan starfskostnað upp á 58.000 kr. hvern mánuð.

Áslaug Arna tilkynnti í vor að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Hún hafði í febrúar beðið lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Tilkynnt var að Sigurður Örn Hilmarsson mundi taka sæti Áslaugar Örnu á meðan, en útskrift hennar er í maí 2026.

Birna Bragadóttir tók hins vegar sæti á Alþingi fyrir Áslaugu Örnu á föstudag en þá hafði Áslaug Arna verið í New York frá því helgina áður hið minnsta. Hlýtur Áslaug Arna því laun fyrir að minnsta kosti fjögurra daga þingsetu þennan mánuðinn þrátt fyrir að hafa verið flutt erlendis. Hefur hún raunar verið skráð fjarverandi við allar atkvæðagreiðslur á Alþingi frá 20. júní.

Enn óvíst með þinglok

Þingflokkar taka ákvörðun um hvenær varamenn eru kallaðir inn. Samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað fær þingmaður ekki greitt þingfararkaup og þingfararkostnað þegar varamaður situr á þingi og hann er ekki í opinberum erindum á vegum Alþingis eða forfallaður vegna veikinda.

Annað gildir þó þegar Alþingi er ekki að störfum en þá víkja varaþingmenn af þingi og greiðslur til þeirra falla niður. Taka þjóðkjörnir þá sæti og fá greitt þingfararkaup.

Alþingi er enn að störfum en samkvæmt upphaflegri starfsáætlun átti að slíta því 13. júní síðastliðinn. Þingflokksformönnum flokkanna á Alþingi hefur ekki tekist að semja um þinglok en frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld er meðal þess sem enn er til umræðu. Hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar sakað stjórnarandstöðuna um málþóf en umræðan um frumvarpið er orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu árið 1991.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár