Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöldi vegna funda þingflokksformanna sem reyndu að ná samkomulagi um þinglok, en án árangurs. Þingfundur stóð yfir til klukkan hálf fimm í nótt og hefst að nýju klukkan tíu.
Fyrst á dagskrá voru minningarorð um Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmann, sem lést þegar strandveiðibátur hans sökk út af Patreksfirði í fyrradag. Eftir það var haldið áfram með umræðu um veiðigjaldafrumvarpið.
Umræðan um það er þegar orðin sú lengsta á Alþingi, síðan þingið varð ein málstofa; aðeins umræður um Icesave og þriðja orkupakkann hafa staðið lengur en umræðan um veiðigjaldafrumvarpið.
Milli klukkan níu og tíu var hins vegar fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem kynnt var skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum, en hún verður birt opinberlega síðar í dag.
Athugasemdir (1)