Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ekkert í hendi um þinglok

Þing­fund­ur stóð yf­ir til klukk­an hálf fimm í nótt og verð­ur fram hald­ið í dag þar sem veiði­gjalda­frum­varp­ið er aft­ur á dag­skrá. Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um mönn­un og flæði sjúk­linga á Land­spít­al­an­um var kynnt á nefnd­ar­fundi í morg­un.

Ekkert í hendi um þinglok
Jens Garðar er meðal þeirra sem héldu ræður í gær, en hann hélt átta ræður um veiðigjaldafrumvarpið frá miðnætti og þar til þingfundi var frestað. Mynd: Golli

Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöldi vegna funda þingflokksformanna sem reyndu að ná samkomulagi um þinglok, en án árangurs. Þingfundur stóð yfir til klukkan hálf fimm í nótt og hefst að nýju klukkan tíu. 

Fyrst á dagskrá voru minningarorð um Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmann, sem lést þegar strandveiðibátur hans sökk út af Patreksfirði í fyrradag. Eftir það var haldið áfram með umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. 

Umræðan um það er þegar orðin sú lengsta á Alþingi, síðan þingið varð ein málstofa; aðeins umræður um Icesave og þriðja orkupakkann hafa staðið lengur en umræðan um veiðigjaldafrumvarpið. 

Milli klukkan níu og tíu var hins vegar fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem kynnt var skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum, en hún verður birt opinberlega síðar í dag. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Byltingarkennt mál. Eftir þessa ákvörðun munum við loksins vita hvort Ísland tilheyrir sjávarútvegsfyrirtækjunum eða Ísland tilheyrir Íslendingum?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár