Jón Gnarr gerir stólpagrín að ræðuhöldum stjórnarandstöðunnar

Jón Gn­arr, þing­mað­ur Við­reisn­ar, hæð­ist að því sem hon­um þyk­ir vera mál­þóf stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. „Mér finnst líka mik­il­vægt að benda fólki á það að á með­an þess­ir þing­menn eru ekki að halda ræðu þá eru þeir að skrifa ræðu, flytja hana fyr­ir fjöl­skyldu sína eða æfa sig fyr­ir fram­an speg­il.“

Jón Gnarr gerir stólpagrín að ræðuhöldum stjórnarandstöðunnar

„Stór dagur hjá Jóni Pétri Zimsen sem fagnar í dag sinni tuttugustu ræðu um sama mál. Jón er ræðumaður sem nær að gera hverja ræðu einstaka. Tólfta ræðan hans er ógleymanleg en þó bara einsog fylleríisraus samanborið við þá sautjándu sem sýnir vel hvað hann er að þroskast sem ræðumaður,“ skrifaði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, á Facebook-síðu sína um kollega sinn í Sjálfstæðisflokknum fyrr í dag.

Í færslunni segist Jón vera spenntur fyrir deginum og að erfitt sé fyrir hann að gera upp á milli sinna uppáhalds ræðumanna. „Mér finnst þau bara öll svo frábær. Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn eru náttúrlega fagmenn í svona og eiga Íslandsmetið í málþófi sínu um Bókun 35. En skyldum við sjá það met slegið í sumar? Það verður spennandi að sjá.“

Þriðja lengsta umræðan

Nokkuð hefur verið rætt um málþóf á Alþingi síðustu daga og vikur. Á þingfundinum sem hófst klukkan 10 í dag fer nú fram framhald annarrar umræðu um breytingar á veiðigjaldinu. Umræðan um frumvarpið er nú orðin sú þriðja lengsta sem átt hefur sér stað í þinginu en þingfundur teygði sig langt fram yfir miðnætti í gær. 

Óljóst er hvenær vorþinginu muni ljúka en enn hefur ekki náðst samkomulag um afgreiðslu mála.

„Ég vil líka hér tæpa á einu, varðandi þessa umræðu um veiðigjöld, og það nöldur sem ég heyri stundum að þetta sé mál sem varði hag fárra en sé á kostnað allrar þjóðarinnar, að sumir séu hér að sjá ofsjónum yfir því að eiga á hættu að missa spón úr aski sínum sem verði eftir sem áður kúfullur og þetta sé bara sérhagsmunagæsla og níska. Það getur vel verið rétt. En við megum ekki gleyma því að fátt fólk er samt líka fólk. Það getur ekkert gert að því þótt það sé fátt. Gleymum því ekki,“ skrifar Jón Gnarr hæðinn.

Spenntur fyrir 32. ræðu Ólafs Adolfssonar

Þingmaðurinn bendir á að þrátt fyrir nokkurt reynsluleysi við að vera í stjórnarandstöðu finnist honum Sjálfstæðisflokkurinn sýna að hann sé enginn eftirbátur Miðflokksins málþófi, sem hann kallar „forna ræðulist“.

„Flokkurinn hefur sýnt að hann er flokkur sem lærir af mistökum sínum og er nú að þróast hratt yfir í öflugan stjórnarandstöðuflokk sem vílar þetta at ekkert fyrir sér. [...] Sjálfstæðisflokkurinn er að minnsta kosti orðinn flokkur sem hefur sýnt það að hann er engu síðri í stjórnarandstöðu en í stjórn.“

Vakti Jón máls á því að Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, væri að fara að halda sína 32. ræðu. „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss. Hvernig mun hann toppa síðustu ræðu?“ spyr hann.

„Mér finnst líka mikilvægt að benda fólki á það að á meðan þessir þingmenn eru ekki að halda ræðu þá eru þeir að skrifa ræðu, flytja hana fyrir fjölskyldu sína eða æfa sig fyrir framan spegil. Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef þau væru að hittast utan funda og lesa ræður sínar fyrir hvert annað, samræma sig og stilla saman strengi sína svo orð þeirra megi óma samhljóma. Allt tal um að þetta ,,sé bara samið af gervigreind" eða starfsfólki þingflokkanna eða jafnvel endurfluttar gamlar ræður, er innantómt tal sem ég vísa alfarið á bug.“

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár