Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Evrópa var aldrei í röð og reglu

Pró­fess­or í mann­fræði seg­ir orð­ræðu um hæl­is­leit­end­ur ekki í sam­ræmi við stað­reynd­ir en dreg­ið hef­ur úr um­sókn­um í ár. Hún seg­ir múslima hafa ver­ið hluta af evr­ópsku sam­fé­lagi í hundruð ára. Ekki sé þó gagn­legt að kalla alla sem áhyggj­ur hafa af mála­flokkn­um ras­ista.

Evrópa var aldrei í röð og reglu
Kristín Loftsdóttir Prófessor í mannfræði segir að þó fólk geti sýnt af sér rasíska hegðun sé ekki endilega ástæða til að stimpla það sem rasista. Mynd: Golli

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, hvetur stjórnmálafólk til að sýna ábyrgð þegar það talar um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem gjarnan eru kallaðir hælisleitendur. Umfang meintrar „flóðbylgju“ hælisleitenda sem skollið hafi á Evrópu sé í engu samræmi við raunveruleikann.

Málaflokkur þeirra hefur komist í hámæli nýverið, meðal annars vegna hópsins Ísland  þvert á flokka sem hefur staðið fyrir tveimur útifundum á Austurvelli og kallað eftir breyttri stefnu. Hópurinn krefst fimm ára hlés á nýjum hælisumsóknum, því að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi og að fjölskyldusameiningar verði aflagðar. Þá vill hópurinn senda erlenda brotamenn til afplánunar erlendis, að dvalarleyfi og ríkisborgararéttur verði afturkölluð við alvarleg brot og að stuðningur við fólk í neyð sé betur veittur heima fyrir.

Kristín hefur í rannsóknum sínum fjallað mikið um kynþáttahyggju á Íslandi og skrifaði meðal annars bókina Kynþáttafordómar í stuttu …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Ágæt umfjöllun en þó ekki gallalaus.

    Fullyrðingin "Við sjáum aukna misskiptingu auðs í heiminum öllum" stenst náttúrulega ekki. Við höfum á undanförnum áratugum upplifað einstaka tíma í heimssögunni þar milljarðar manna hafa brotist úr sárri fátækt og aldrei fyrr býr jafnlágt hlutfalla mannskyns við sáran skort. Misskipting auðs hefur reyndar aukist undanfarnar áratugi innan nokkura þróaðra ríkja eins og USA og Bretlands en á heimsvísu hefur misskipting minnkað mikið. Þetta ætti mannfræðingurinn að vita. Reyndar er núna bakslag í heimsvæðingu efnahagslífsins sem kann að breyta þessu ferli í framtíðinni.

    Varðandi "En hér gleymist auðvitað að múslimar, rétt eins og gyðingar, hafa verið hluti af sögu og landslagi Evrópu í fleiri hundruð ár. " þá eru forsendurnar sögunnar allt aðrar hjá þessum hópum. Gyðingar voru neyddir til dreifða sér um heimsbyggðina af Rómverjum fyrir nærri 2000 árum síðan eftir uppreisnartilraun. Eldri tilvist múslima í Evrópu er hins vegar vegna hernaðar innrása Mára og Ottómanna í Evrópu þar sem m.a. ein höfuðborg kristninnar, Konstantínópel (Mikligarður/Instanbúl) var lögð undir Íslam og hræddust menn um hríð að öll Evrópa myndi leggjast undir ok spámannsins.

    Varðandi umræðu um þjóðríki sem sannanlega er tillölulega er nýlegt fyrirbæri í sögu Evrópu þá fellst í því hugtaki að innan hvers ríkis sé ein þjóð að lang stærstum hluta. Við myndun þjóðríkja fylgdu oft grimmilegar þjóðernishreynsanir sem ekki skal gleyma. Heimsvæðing efnahagslífsins síðsustu áratugi með frjálsri för vinnuafls ógnar tilvist þjóðríkisins sem slíks og er t.d. Brexit viðbrögð við að reyna að verja þjóðríkið. Það skal því ekki gera lítið úr því að sumum frumbyggjum Íslands finnst þeim ógnað þegar hlutfall útlendinga hækkar jafn hratt og hefur verið undanfarin áratug.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár