Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, hvetur stjórnmálafólk til að sýna ábyrgð þegar það talar um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem gjarnan eru kallaðir hælisleitendur. Umfang meintrar „flóðbylgju“ hælisleitenda sem skollið hafi á Evrópu sé í engu samræmi við raunveruleikann.
Málaflokkur þeirra hefur komist í hámæli nýverið, meðal annars vegna hópsins Ísland – þvert á flokka sem hefur staðið fyrir tveimur útifundum á Austurvelli og kallað eftir breyttri stefnu. Hópurinn krefst fimm ára hlés á nýjum hælisumsóknum, því að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi og að fjölskyldusameiningar verði aflagðar. Þá vill hópurinn senda erlenda brotamenn til afplánunar erlendis, að dvalarleyfi og ríkisborgararéttur verði afturkölluð við alvarleg brot og að stuðningur við fólk í neyð sé betur veittur heima fyrir.
Kristín hefur í rannsóknum sínum fjallað mikið um kynþáttahyggju á Íslandi og skrifaði meðal annars bókina Kynþáttafordómar í stuttu …
Athugasemdir