Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Vilja flagga friðarfána

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í borg­inni vill láta hanna sér­stak­an frið­ar­fána Reykja­vík­ur­borg­ar sem dreg­inn verði að húni dag­lega. Er­lend­ir þjóð­fán­ar víki í stað­inn.

Vilja flagga friðarfána
Ráðhús Reykjavíkur Með friðarfánanum verður ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni, að því segir í tillögunni. Mynd: Davíð Þór

Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, lögðu á fundi ráðsins á fimmtudag til að Reykjavíkuborg léti hanna og framleiða sérstakann friðarfána Reykjavíkurborgar.

Fáninn yrði dreginn að húni daglega við Ráðhús Reykjavíkur fyrir utan þá átta rauðu daga sem ekki eru fánadagar, enda húsverðir ekki að störfum þá daga.

„Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni,“ segir í tillögu Hildar. „Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði.“

Þá lögðu borgarfulltrúarnir einnig til að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins fyrir utan áðurnefnda átta rauða daga.

Báðum tillögunum var á fundinum vísað til meðferðar forsætisnefndar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár