Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC

Centre for Media Monitor­ing seg­ir BBC sýna „tvö­falt sið­gæði“ í um­fjöll­un sinni um Ísra­el og Palestínu. Í nýrri skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar kem­ur fram að dauðs­föll Palestínu­manna telj­ist ekki jafn frétt­næm og dauðs­föll Ísra­els­manna og að ásak­an­ir um þjóð­armorð Ísra­els­rík­is á Gasa séu kerf­is­bund­ið bæld­ar nið­ur.

Þjóðarmorð á Gasa „kerfisbundið“ bælt niður á BBC
Barn á Gasa Rústir á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraelshers. Mynd: AFP

BBC notaði hugtakið morð til þess að lýsa örlögum Ísraela 220 sinnum oftar en til að lýsa örlögum Palestínumanna. Þetta kemur fram í skýrslu Centre for Media Monitoring sem kom út á dögunum. Miðstöðin er á vegum regnhlífasamtakanna Muslim Council of Britain. Í skýrslunni greindi miðstöðin 35 þúsund efnisþætti – greinar og sjónvarps- og útvarpsefni – frá BBC um átök Ísraels og Palestínu frá 7. október 2023 til 6. október 2024.  

Í skýrslunni segir: „Á greiningartímabilinu okkar voru 42.010 Palestínumenn og 1.246 Ísraelar drepnir – 34:1 hlutfall sem veitir mikilvægt samhengi til að meta jafnvægi i umfjöllun BBC. Þar sem dauðsföll á Gasa eru nú yfir 55 þúsund manns, þeirra á meðal fjöldi kvenna og barna, skoðum við hvort að BBC hafi uppfyllt skyldu sína til að upplýsa breskan almenning um það sem mörg hafa lýst sem „þjóðarmorði í beinni útsendingu“. Í meira en ár hafa Alþjóðadómstóllinn og Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakað …

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Góð grein, svokölluð menningarríki heimsins samkvæmt egin umsögn eru öll sama markinu brend, þau afvegaleiða alla umræðu samkvæmt keyptum niðurstöðum. Allt er falt.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár