Konan sem dreifði nektarmyndum greiði miskabætur

Mál sem varð­aði „lostugt at­hæfi“ konu sem dreifði nekt­ar­mynd­um af eig­in­manni sín­um og ann­arri konu hef­ur far­ið fram og til baka í dóms­kerf­inu. Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness ákvarð­aði í dag miska­bæt­ur til manns­ins.

Konan sem dreifði nektarmyndum greiði miskabætur
Héraðsdómur Reykjaness Hluti málsins fór aftur fyrir Héraðsdóm Reykjaness eftir að konan var dæmd fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti. Mynd: Byggingar.is

Konu sem dreifði nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu árið 2020 var í dag gert að greiða manninum miskabætur samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness.

Málið hefur komið víða við í dómskerfinu síðan það kom upp fyrir tæpum fimm árum. Forsaga þess er að konan hafði farið fram á skilnað í júlí 2020 eftir 16 ára hjónaband með manninum. Fann hún í framhaldinu nektarmyndir af honum og annarri konu á Facebook Messenger aðgangi mannsins og sendi þær á manninn, mágkonu hans og vinkonu sína með tölvupósti með yfirskriftinni „Þú ert viðbjóður“.

Konan vildi fyrir dómstólum meina að tilgangurinn með tölvupóstinum hefði verið að sýna viðtakendum að samskipti eiginmannsins og konunnar hafi falið í sér lítilsvirðingu við syni þeirra. Þarna hafi ekki verið um „lostugt athæfi“ að ræða af hennar hálfu og því ekki um brot af kynferðislegum toga að ræða.

Hæstiréttur staðfesti í janúar dóm Landsréttar þess efnis að konan hefði gerst sek um kynferðisbrot með dreifingu myndanna enda hafi verið um „lostugt athæfi“ að ræða. Var hún dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur hafði hins vegar ómerkt fyrri dóm Héraðsdóms Reykjaness hvað varðar einkaréttarkröfur brotaþola og fór málið því aftur í hérað.

Konan hafði þegar náð dómsátt við hina konuna um greiðslu á 680.000 kr. í miskabætur og vexti, en brjóst konunnar höfðu sést á tveimur nektarmyndum sem fylgdu tölvupóstinum.

Héraðsdómur ákvarðaði því nú aðeins miskabætur vegna dreifingar konunnar á nektarmynd af eiginmanni sínum sem sýndi getnaðarlim hans. Ákvarðaði Héraðsdómur að konan skyldi greiða manninum 486.500 kr. með vöxtum vegna athæfisins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár