Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Setja spurningarmerki við aðkomu Landsvirkjunar að frumvarpi

Á sama tíma og Jó­hann Páll ráð­herra mælti fyr­ir um­deildu frum­varpi um breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um, fund­uðu Lands­virkj­un og um­hverf­is­ráðu­neyt­ið um bráða­birgða­leyfi. Frum­varp­ið hef­ur sætt gagn­rýni þar sem rík­ið og Lands­virkj­un eru í dóms­máli um Hvamms­virkj­un, sem hér­aðs­dóm­ur felldi virkj­ana­leyfi úr gildi í janú­ar.

Setja spurningarmerki við aðkomu Landsvirkjunar að frumvarpi

Náttúrusamtökin Náttúrugrið gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir tvo fundi sem ráðuneytið átti með starfsfólki Landsvirkjunar sama dag og daginn eftir að hann lagði frumvarpið fram á Alþingi sem ætlað er að bregðast við því að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi af dómstólum.

Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða og jarðfræðingur, segir að frumvarpið veki „áleitnar spurningar um þrískiptingu valds“, þar sem það gæti í sjálfu sér snúið niðurstöðu dómstóla við. Landsvirkjun og ríkið hafa áfrýjað dómnum og bíður málið því frekari meðferðar dómstóla.  

„Stjórnsýslulegt hneyksli“

„Ráðuneytið er að makka með samáfrýjanda sínum sem er beint gegn úrskurði héraðsdóms þar sem landeigendur lögðu ríkið og Landsvirkjun,“ segir Snæbjörn um fundi ráðuneytisins og Landsvirkjunar. Hann segir að um „stjórnsýslulegt hneyksli“ sé að ræða. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tekið undir með Náttúrugrið en í umsögn þeirra segir: „Landsvirkjun virðist vera alveg inni á gafli hjá ráðherra fyrir og eftir framlagningu frumvarps …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Varðandi virkjanir þá velti ég stundum fyrir mér hvað við munum gera til þess að búa til meira rafmagn þegar það er búið að virkja allar sprænurnar á landinu. Og í framhaldi af svarinu; getum við ekki gert ÞAÐ núna og slept því að eiðileggja allar sprænurnar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár