Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Setja spurningarmerki við aðkomu Landsvirkjunar að frumvarpi

Á sama tíma og Jó­hann Páll ráð­herra mælti fyr­ir um­deildu frum­varpi um breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um, fund­uðu Lands­virkj­un og um­hverf­is­ráðu­neyt­ið um bráða­birgða­leyfi. Frum­varp­ið hef­ur sætt gagn­rýni þar sem rík­ið og Lands­virkj­un eru í dóms­máli um Hvamms­virkj­un, sem hér­aðs­dóm­ur felldi virkj­ana­leyfi úr gildi í janú­ar.

Setja spurningarmerki við aðkomu Landsvirkjunar að frumvarpi

Náttúrusamtökin Náttúrugrið gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir tvo fundi sem ráðuneytið átti með starfsfólki Landsvirkjunar sama dag og daginn eftir að hann lagði frumvarpið fram á Alþingi sem ætlað er að bregðast við því að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi af dómstólum.

Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða og jarðfræðingur, segir að frumvarpið veki „áleitnar spurningar um þrískiptingu valds“, þar sem það gæti í sjálfu sér snúið niðurstöðu dómstóla við. Landsvirkjun og ríkið hafa áfrýjað dómnum og bíður málið því frekari meðferðar dómstóla.  

„Stjórnsýslulegt hneyksli“

„Ráðuneytið er að makka með samáfrýjanda sínum sem er beint gegn úrskurði héraðsdóms þar sem landeigendur lögðu ríkið og Landsvirkjun,“ segir Snæbjörn um fundi ráðuneytisins og Landsvirkjunar. Hann segir að um „stjórnsýslulegt hneyksli“ sé að ræða. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tekið undir með Náttúrugrið en í umsögn þeirra segir: „Landsvirkjun virðist vera alveg inni á gafli hjá ráðherra fyrir og eftir framlagningu frumvarps …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Varðandi virkjanir þá velti ég stundum fyrir mér hvað við munum gera til þess að búa til meira rafmagn þegar það er búið að virkja allar sprænurnar á landinu. Og í framhaldi af svarinu; getum við ekki gert ÞAÐ núna og slept því að eiðileggja allar sprænurnar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár