Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Fjölgjun Covid-smita minnir á fyrri bylgju

Ný bylgja Covid-19 smita gæti ver­ið í upp­sigl­ingu að mati sótt­varn­ar­lækn­is en lít­ið er um al­var­leg veik­indi. Lík­lega verði að­eins þeim yf­ir átt­ræðu eða með ákveð­inn heilsu­far­svanda ráðlagt að fara í bólu­setn­ingu.

Fjölgjun Covid-smita minnir á fyrri bylgju
Bólusetning gegn Covid Lítið hefur verið um alvarleg veikindi þrátt fyrir fjölgun smita, jafnvel meðal aldraðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sóttvarnalæknir mun líklega þrengja viðmið um þá markhópa sem ráðlegt er að fara í bólusetningu gegn Covid-19 með nýjum leiðbeiningum í sumar. Fleiri smit hafa greinst undanfarnar vikur en mánuðina á undan.

„Seinni part maí varð vart við væga aukningu á Covid-19 greiningum hérlendis,“ segir í tilkynningu sóttvarnarlæknis í dag. „Í viku 20 (12.–18. maí) greindust 14 einstaklingar. Í viku 21 greindust 24 einstaklingar. Frá áramótum og þar til nú höfðu ekki fleiri en 10 einstaklingar greinst á einni viku.“

Greiningarnar voru gerðar með PCR prófi á veirufræðideildum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri og eru fyrst og fremst frá bráðamóttökum spítalanna og inniliggjandi sjúklingum en minna frá heilsugæslu.

„Mynstrið nú minnir á vorið 2024 sem var upphaf smitbylgju í júlí og ágúst síðastliðnum. Þá urðu flest smit í viku 28 (8.–14. júlí) þegar 70 einstaklingar greindust. Of snemmt er þó að segja til um hvort sambærileg bylgja er í uppsiglingu en það er hugsanlegt,“ segir í tilkynningunni.

„Lítið bar á alvarlegum veikindum, jafnvel meðal aldraðra einstaklinga“

Nýjustu gögn frá Sóttvarnastofnun Evrópu benda ekki til aukningar á Covid-19 í ríkjum EES. „Þar sem flest sýni sem send eru í Covid-19 rannsókn eru tekin á sjúkrahúsum (bráðamóttöku, legudeildum) þá helst fjöldi greininga í hendur við fjölda inniliggjandi á spítala með Covid-19,“ segir í tilkynningunni. „Gögn frá Landspítala sýna að inniliggjandi einstaklingum með Covid-19 greiningu fjölgaði seinnipart maí í samræmi við ofangreint. Flestir þessara einstaklinga tilheyrðu hópsýkingu á spítalanum meðal sjúklinga og starfsfólks. Sú hópsýking er nú gengin yfir, lítið bar á alvarlegum veikindum, jafnvel meðal aldraðra einstaklinga.“

Þá bárust sóttvarnalækni einnig ábendingar um hugsanleg veikindi víðar í samfélaginu þar sem einstaklingar töldu sig vera með Covid-19. „Mikilvægt er að læknar skrái sjúkdómsgreiningar á Covid-19 í sjúkraskrá, sérstaklega ef greining er ekki staðfest með PCR rannsókn til að sóttvarnalæknir geti vaktað fjölda tilfella og þannig fylgst með þróun smita.“

Þrengja markhópa bólusetninga

Sóttvarnarlæknir segir bóluefni til á landinu og að læknar geti ráðlagt skjólstæðingum, sem þeir telja í sérstakri áhættu, að óska eftir bólusetningu á heilsugæslu ef smitbylgja virðist í gangi jafnvel þótt hún sé bundin við afmarkað svæði og nái ekki að slá út í eftirliti sóttvarnalæknis.

Markhópar bólusetninga þrengjast þó að líkindum þegar nýjar leiðbeiningar sóttvarnalæknis verða birtar síðar í sumar. Aldursviðmið almennrar ráðleggingar hækki þá úr sextugu í áttrætt og skilgreining áhættu byggðri á undirliggjandi heilsufarsvandamálum verði þrengd verulega.

„Hætta á innlögn vegna Covid-19 nú, 5 árum eftir að Covid-19 komst fyrst á kreik hér á landi, virðist að mati smitsjúkdómalækna Landspítala helst eiga við einstaklinga með beinmergsbælingu (vegna sjúkdóms eða beinmergseyðandi krabbameinsmeðferðar) eða aðra mjög mikla ónæmisbælingu, svo sem í kjölfar líffæraígræðslu eða við meðferð með B-frumu eyðandi lyfinu rituximab sem stöðvar alla mótefnaframleiðslu,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár