Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fjölgjun Covid-smita minnir á fyrri bylgju

Ný bylgja Covid-19 smita gæti ver­ið í upp­sigl­ingu að mati sótt­varn­ar­lækn­is en lít­ið er um al­var­leg veik­indi. Lík­lega verði að­eins þeim yf­ir átt­ræðu eða með ákveð­inn heilsu­far­svanda ráðlagt að fara í bólu­setn­ingu.

Fjölgjun Covid-smita minnir á fyrri bylgju
Bólusetning gegn Covid Lítið hefur verið um alvarleg veikindi þrátt fyrir fjölgun smita, jafnvel meðal aldraðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sóttvarnalæknir mun líklega þrengja viðmið um þá markhópa sem ráðlegt er að fara í bólusetningu gegn Covid-19 með nýjum leiðbeiningum í sumar. Fleiri smit hafa greinst undanfarnar vikur en mánuðina á undan.

„Seinni part maí varð vart við væga aukningu á Covid-19 greiningum hérlendis,“ segir í tilkynningu sóttvarnarlæknis í dag. „Í viku 20 (12.–18. maí) greindust 14 einstaklingar. Í viku 21 greindust 24 einstaklingar. Frá áramótum og þar til nú höfðu ekki fleiri en 10 einstaklingar greinst á einni viku.“

Greiningarnar voru gerðar með PCR prófi á veirufræðideildum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri og eru fyrst og fremst frá bráðamóttökum spítalanna og inniliggjandi sjúklingum en minna frá heilsugæslu.

„Mynstrið nú minnir á vorið 2024 sem var upphaf smitbylgju í júlí og ágúst síðastliðnum. Þá urðu flest smit í viku 28 (8.–14. júlí) þegar 70 einstaklingar greindust. Of snemmt er þó að segja til um hvort sambærileg bylgja er í uppsiglingu en það er hugsanlegt,“ segir í tilkynningunni.

„Lítið bar á alvarlegum veikindum, jafnvel meðal aldraðra einstaklinga“

Nýjustu gögn frá Sóttvarnastofnun Evrópu benda ekki til aukningar á Covid-19 í ríkjum EES. „Þar sem flest sýni sem send eru í Covid-19 rannsókn eru tekin á sjúkrahúsum (bráðamóttöku, legudeildum) þá helst fjöldi greininga í hendur við fjölda inniliggjandi á spítala með Covid-19,“ segir í tilkynningunni. „Gögn frá Landspítala sýna að inniliggjandi einstaklingum með Covid-19 greiningu fjölgaði seinnipart maí í samræmi við ofangreint. Flestir þessara einstaklinga tilheyrðu hópsýkingu á spítalanum meðal sjúklinga og starfsfólks. Sú hópsýking er nú gengin yfir, lítið bar á alvarlegum veikindum, jafnvel meðal aldraðra einstaklinga.“

Þá bárust sóttvarnalækni einnig ábendingar um hugsanleg veikindi víðar í samfélaginu þar sem einstaklingar töldu sig vera með Covid-19. „Mikilvægt er að læknar skrái sjúkdómsgreiningar á Covid-19 í sjúkraskrá, sérstaklega ef greining er ekki staðfest með PCR rannsókn til að sóttvarnalæknir geti vaktað fjölda tilfella og þannig fylgst með þróun smita.“

Þrengja markhópa bólusetninga

Sóttvarnarlæknir segir bóluefni til á landinu og að læknar geti ráðlagt skjólstæðingum, sem þeir telja í sérstakri áhættu, að óska eftir bólusetningu á heilsugæslu ef smitbylgja virðist í gangi jafnvel þótt hún sé bundin við afmarkað svæði og nái ekki að slá út í eftirliti sóttvarnalæknis.

Markhópar bólusetninga þrengjast þó að líkindum þegar nýjar leiðbeiningar sóttvarnalæknis verða birtar síðar í sumar. Aldursviðmið almennrar ráðleggingar hækki þá úr sextugu í áttrætt og skilgreining áhættu byggðri á undirliggjandi heilsufarsvandamálum verði þrengd verulega.

„Hætta á innlögn vegna Covid-19 nú, 5 árum eftir að Covid-19 komst fyrst á kreik hér á landi, virðist að mati smitsjúkdómalækna Landspítala helst eiga við einstaklinga með beinmergsbælingu (vegna sjúkdóms eða beinmergseyðandi krabbameinsmeðferðar) eða aðra mjög mikla ónæmisbælingu, svo sem í kjölfar líffæraígræðslu eða við meðferð með B-frumu eyðandi lyfinu rituximab sem stöðvar alla mótefnaframleiðslu,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár