Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Neytendastofa sektar vegna gjaldtöku á bílastæðum

Neyt­enda­stofa hef­ur sekt­að fjög­ur fyr­ir­tæki sem sinna gjald­töku á bíla­stæð­um fyr­ir ólög­lega við­skipta­hætti og upp­lýs­inga­gjöf.

Neytendastofa sektar vegna gjaldtöku á bílastæðum

Neytendastofa hefur ákveðið að beita fjögur fyrirtæki, sem sinna bílastæðaþjónustu við gjaldskyld bílastæði, stjórnunarsektum. Voru upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna ekki talin samræmast lögum. Hæstu sektina fær Parka, eða milljón krónur en önnur fyrirtæki sem voru sektuð eru Isavia, EasyPark og Green Parking. 

„Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hefðu brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti sem og reglum um verðmerkingar með því að veita ekki upplýsingar um öll gjöld tengd stæðunum.

Þá taldi stofnunin um að ræða brot gegn lögum í þeim tilvikum þar sem afmörkun gjaldskyldra bílastæða var ekki nægilega skýr auk þess sem það teldust villandi viðskiptahættir að láta líta út fyrir að sjálfvirk greiðslukerfi eða gjaldtaka væru til staðar án þess að taka fram að slíkt þyrfti að virkja sérstaklega eða kerfið ekki til staðar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu.

Í tilfelli Parka ályktaði eftirlitsstofnunin að fyrirtækið hefði brotið gegn reglugerð um viðskiptahætti „sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir með því að upplýsa neytendur ranglega um að þjónusta þess sé endurgjaldslaus.“

EasyPark var meðal annars sektað fyrir að birta ekki upplýsingar um kostnað við notkun smáforrits félagsins á miðum á greiðsluvélum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

Green Parking var gagnrýnt fyrir að tilgreina ekki vangreiðslugjald á bílastæðum í Hamraborg og við Landspítalann á Hringbraut. En það braut í bága við reglur um verðupplýsingar við sölu á þjónustu. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár