Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Neytendastofa sektar vegna gjaldtöku á bílastæðum

Neyt­enda­stofa hef­ur sekt­að fjög­ur fyr­ir­tæki sem sinna gjald­töku á bíla­stæð­um fyr­ir ólög­lega við­skipta­hætti og upp­lýs­inga­gjöf.

Neytendastofa sektar vegna gjaldtöku á bílastæðum

Neytendastofa hefur ákveðið að beita fjögur fyrirtæki, sem sinna bílastæðaþjónustu við gjaldskyld bílastæði, stjórnunarsektum. Voru upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna ekki talin samræmast lögum. Hæstu sektina fær Parka, eða milljón krónur en önnur fyrirtæki sem voru sektuð eru Isavia, EasyPark og Green Parking. 

„Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hefðu brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti sem og reglum um verðmerkingar með því að veita ekki upplýsingar um öll gjöld tengd stæðunum.

Þá taldi stofnunin um að ræða brot gegn lögum í þeim tilvikum þar sem afmörkun gjaldskyldra bílastæða var ekki nægilega skýr auk þess sem það teldust villandi viðskiptahættir að láta líta út fyrir að sjálfvirk greiðslukerfi eða gjaldtaka væru til staðar án þess að taka fram að slíkt þyrfti að virkja sérstaklega eða kerfið ekki til staðar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu.

Í tilfelli Parka ályktaði eftirlitsstofnunin að fyrirtækið hefði brotið gegn reglugerð um viðskiptahætti „sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir með því að upplýsa neytendur ranglega um að þjónusta þess sé endurgjaldslaus.“

EasyPark var meðal annars sektað fyrir að birta ekki upplýsingar um kostnað við notkun smáforrits félagsins á miðum á greiðsluvélum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

Green Parking var gagnrýnt fyrir að tilgreina ekki vangreiðslugjald á bílastæðum í Hamraborg og við Landspítalann á Hringbraut. En það braut í bága við reglur um verðupplýsingar við sölu á þjónustu. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár