Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ósammála um hvernig bregðast eigi við mótmælum gegn innflytjendum

Álits­gjafa á vinstri væng stjórn­mál­anna grein­ir á um hvort nálg­ast eigi meinta ras­ista með skiln­ingi, háði, of­beldi eða þögn­inni. „Ég hef nú svo sem reynt eitt og ann­að en veit ekk­ert hvort það virk­ar,“ seg­ir há­skóla­kenn­ari um sam­töl sín við fólk and­vígt inn­flytj­end­um.

Ósammála um hvernig bregðast eigi við mótmælum gegn innflytjendum
Mótmælin á Austurvelli Aktívisti segist ekki sannfærð um að allir viðstaddir mótmæli hópsins Ísland - þvert á flokka hafi verið rasistar. Mynd: Viktor Freyr Arnarson

Á að hunsa fólk sem lætur í ljós kynþáttafordóma, hæðast að því, lemja það eða nálgast það með samtali? Um þetta hefur verið rætt undanfarnar vikur meðal fólks á vinstri væng stjórnmálanna á Íslandi.

Umræðurnar fóru á flug með þættinum Rauða borðinu á Samstöðinni föstudaginn 6. júní. Þar bryddaði þáttarstjórnandinn María Lilja Þrastardóttir Kemp upp á samtali um mótmæli hópsins Ísland – þvert á flokka á Austurvelli helgina áður. Á mótmælunum voru lagðar fram kröfur um að landamærum Íslands yrði lokað, móttaka hælisleitenda sögð of dýr fyrir samfélagið og baulað þegar Brynjar Barkarson tónlistarmaður nefndi trúarbrögðin íslam á nafn.

Skopmynd Hugleiks

Hugleikur Dagsson skopteiknari birti í kjölfarið af mótmælunum skopmynd sem vakti blendin viðbrögð í athugasemdum teiknarans. „Rasistar eru brandari,“ skrifaði Hugleikur við myndina. „Hlæjum að þeim.“

Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona og aktífisti, var meðal gesta sem ræddu um mótmælin í Rauða borðinu. „Mér finnst mjög áhugavert hvað mikið af fólki …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Ég er sammála því sem þessi hópur hefur fram að fær, þó að margt megi hefla. Ég hef einu sinni mætt þeim til stuðnings og mun gera aftur. Það er ekki útlendingahatur í gangi. Einfaldlega erum við að hugsa um velferð íslands verður í framtíðinni. Það eru þegar 40% erlendra ríkisborgara í fangelsum þó að þeir séu ekki nema 20% þjóðarinna, sem þýðir tvöfalt fleiri en íslenskir glæpamenn. Við vitum ekki hvenær hættulegur glæpamaður slæðist með og það er það sem við höfum áhyggjur af. Við þurfum bara að fræðast um aðrar vestrænar þjóðir og hvernig er komið fyrir hjá þeim. Einnig er ísland ekki búið að sýna fram á að innlima erlenda ríkisborgara inn í íslenska menningu. Islam er hætuleg trúarbrögð og þegar maður fræðist um þau þá sér maður að það er mikið um ofbeldi í kóraninum,já já þið getið sagt " biblíunni líka" mohammed fór og barðist fyrir guð sínum ef fólk vildi ekki trúa og þessi hugsanaháttur tíðkast enn í dag. Það eru til friðsamir múslimar auðvitað, en þeir eru þá ekki bókstafstrúar. Vinstra fólk segir að ísland sé ríkt land. Já ok það eru 80 ár síðan við vorum fátæk. Þetta nýja ríkidæmi hefur orðið af, stríðinu, duglegu fólki ( t.d föður mínum og móður) ekki erlendum hælisleitendum. Það hefur einn og einn dani, eða þjóðverji og Hollendingur slæðst hingað en þeir sem eru að koma í dag eru að koma frá 3ja heims ríkjum og líta á sem svo að þetta hafi alltaf verið svona. Leigubílaiðnaðurinn, hvað er að gerast þar? Allt í upplausn og svikahrappar útum allt,yfirtakandi klósett leigubílstjóra fyrir mosku. Það er ekki hægt að byggja gott friðsamt land upp af hálvitum. Það mun breytast. Þið vitið bara hvernig fór í hruninnu þegar nokkrir útrásarvíkingar fóru sér ofviða. Þetta ríkidæmi okkar er á veikum grunni. Ekki sökkva því í sjóinn bara vegna þess að, það að vilja vera góður er svo falleg hugsun. Gerum það með ábyrgð. Ísland er þekkt fyrir að vera friðsöm harðgerð þjóð. Vöndum valið á fólki sem blandast okkur.
    -2
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Góð grein og þörf. Hvað sem okkur finnst um mótmælin er þörf á umræðu og skoðanaskipti ekki hunsun og fordæmingu,
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það eru fyrst og fremst skipuleggjendur mótmalanna sem bera ábyrgð á því hvernig þau munu þróast. Hvaða ræðumenn fá að tala, hvers konar slagorð má hafa á skiltunum og hafa aðstoðarfólk sem grípur inn ef hatursorð dúkka upp.
    Í stuttu máli er það skylda þeirra að tryggja málefnalega umræðu. Það er það sem fólk vill, við eigum að geta rætt hvernig að bregðast við vandanum sem innflytjendur geta skapað vegna fjölda, framandi menningar og afstöðu til stöðu kynja, umgengnisvenja og fleira.
    Að standa og góla "útlendingar burt!" er ekki lausnin.
    Hins vegar er mín persónulega skoðun sú að þessi mótmæli eru að svo stöddu algjörlega óþarfi enda Alþingið að ræða útlendinga- og innflytjendamálin nú þegar. Er þar kominn farvegur sem kjörnu fulltrúar okkar geta vel séð um.
    4
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er um mart samála þessum hóp þótt ég léti ekki sjá mig á meðal þeirra,mart að Islamistum sem hingað koma eru óhæf til innflutnings líkt og Hildur til útflutnings.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár