Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Reglu­leg laun í fullu starfi voru að með­al­tali 845 þús­und krón­ur á mán­uði ár­ið 2024 en nærri tveir af hverj­um þrem­ur launa­mönn­um eru með lægri laun en það. Hæstu laun­in eru nærri fimm­falt hærri en þau lægstu, og kyn­bund­inn mun­ur enn aug­ljós.

Meirihluti Íslendinga undir meðallaunum

Ný gögn Hagstofu Íslands um laun ársins 2024 sýna að regluleg mánaðarlaun, þegar horft er til allra launamanna óháð starfshlutfalli, voru að meðaltali 758 þúsund krónur. Fyrir þá sem vinna í fullu starfi hækkar meðaltalið í 845 þúsund, en miðgildi launa – sem segir meira um raunverulega dreifingu – er 753 þúsund krónur.

Það þýðir að 65 prósent fólks í fullu starfi eru með regluleg laun undir meðaltali. Skýringuna má rekja til þess að hæstu launin teygja sig langt upp og draga meðaltalið upp en lægstu launin dreifast á þrengra bili.

Launamunur á kynjum

Heildarlaun karla í fullu starfi voru 984 þúsund á mánuði að meðaltali. Þeir unnu að jafnaði 177,9 greiddar stundir á mánuði, samanborið við 172 hjá konum. Heildarlaun kvenna voru lægri; að meðaltali 826 þúsund. Munurinn á greiddum stundum skýrir hluta launamunarins, en Hagstofan bendir einnig á kynskiptan vinnumarkað: aðeins 14 prósent karla starfa hjá hinu opinbera, en 38 prósent kvenna. Opinber störf eru yfirleitt lægra launuð en störf á almennum markaði, að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar. 

-158
þúsund
munur heildarlauna karla og kvenna í fullu starfi.

Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar voru með hæstu meðallaunin árið 2024 – að jafnaði um 2,4 milljónir króna á mánuði. Einnig voru fleiri sérfræðistörf, svo sem læknar, dómarar og yfirmenn tölvudeilda, með mánaðarlaun yfir 1,7 milljónum.

Á hinn bóginn voru lægstu launin skráð í störfum sem lúta að barnagæslu, 605 þúsund krónur, handþvotti og pressun, 578 þúsund, og skjalavörslu eða póstflokkun, 573 þúsund. Með öðrum orðum: forstjóri fær að jafnaði meira en fjórfalt hærri laun en starfsmaður í barnagæslu.

Mikil launadreifing innan stétta

Þrátt fyrir tiltölulega skýra stéttaskiptingu í meðallaunum sýna gögnin að dreifing launa er víða innan stétta. Sérfræðingar og iðnaðarfólk eru með fjölbreyttustu dreifinguna – sumir með undir 750 þúsund á mánuði, aðrir með rúmlega milljón.

Þjónustu- og umönnunarstéttin stendur þó neðarlega: nærri 62 prósent starfsfólks í þessum hópi fær greidd heildarlaun undir 750 þúsund krónum á mánuði. Hjá skrifstofufólki voru um 67 prósent með laun á bilinu 550 til 850 þúsund.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár