Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Engin merki um fjölgun sjálfsvíga

Embætti land­lækn­is hef­ur birt nýj­ar bráða­birgð­ar­töl­ur um fyrri hluta árs 2024 þar sem fram kem­ur að eng­inn und­ir 20 ára aldri hafi fall­ið fyr­ir eig­in hendi á tíma­bil­inu.

Engin merki um fjölgun sjálfsvíga
Embætti landlæknis Mynd: Bára Huld Beck

Embætti landlæknis segir fjölda sjálfsvíga á Íslandi vera svipaðan og á fyrri árum. Embættið birti í dag bráðabirgðartölur um fyrstu sex mánuði ársins 2024 og athygli vekur að á þessu tímabili féll enginn undir 20 ára aldri fyrir eigin hendi.

„Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2024 var 22 eða 5,7 á hverja 100.000 íbúa,“ segir í tilkynningu embættisins. „Þessar tölur eru svipaðar fyrri árum en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu 6 mánuði áranna 2019-2023 var 19 eða 5,3 á hverja 100.000 íbúa. Á þessu fimm ára tímabili, 2019-2023, var fjöldi sjálfsvíga fyrstu 6 mánuði hvers árs á bilinu 15–25 eða 4,3–6,6 á hverja 100.000 íbúa. Á fyrri hluta árs 2024 féll enginn undir 20 ára fyrir eigin hendi.“

Embættið tekur sérstaklega fram að vegna fámennis þjóðarinnar þá geta litlar breytingar á fjölda valdið nokkrum sveiflum í dánartíðni milli ára. „Talsvert miklar sveiflur þurfa að verða til þess að hægt sé að staðhæfa að um marktæka breytingu sé að ræða,“ segir í tilkynningunni. „Því er mikilvægt að túlka ekki 6 mánaða bráðabirgðatölur sem vísbendingu um aukningu eða samdrátt á tíðni sjálfsvíga. Embætti landlæknis vinnur, ásamt fjölda samstarfsaðila, að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar til að fækka sjálfsvígum á Íslandi 2025 - 2030 en þar er um að ræða fjölþættar aðgerðir.“

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á: Píeta samtökin, s. 552-2218, Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið 1717.is, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is. Í neyð hringið í 112.

Varðandi stuðning eftir missi í sjálfsvígi er bent á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is, Sorgarmiðstöð, s. 551-4141, og sorgarmidstod@sorgarmidstod.is, síma Píeta samtakanna, 552-2218. Í neyð hringið í 112.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
6
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár