Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Engin merki um fjölgun sjálfsvíga

Embætti land­lækn­is hef­ur birt nýj­ar bráða­birgð­ar­töl­ur um fyrri hluta árs 2024 þar sem fram kem­ur að eng­inn und­ir 20 ára aldri hafi fall­ið fyr­ir eig­in hendi á tíma­bil­inu.

Engin merki um fjölgun sjálfsvíga
Embætti landlæknis Mynd: Bára Huld Beck

Embætti landlæknis segir fjölda sjálfsvíga á Íslandi vera svipaðan og á fyrri árum. Embættið birti í dag bráðabirgðartölur um fyrstu sex mánuði ársins 2024 og athygli vekur að á þessu tímabili féll enginn undir 20 ára aldri fyrir eigin hendi.

„Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2024 var 22 eða 5,7 á hverja 100.000 íbúa,“ segir í tilkynningu embættisins. „Þessar tölur eru svipaðar fyrri árum en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu 6 mánuði áranna 2019-2023 var 19 eða 5,3 á hverja 100.000 íbúa. Á þessu fimm ára tímabili, 2019-2023, var fjöldi sjálfsvíga fyrstu 6 mánuði hvers árs á bilinu 15–25 eða 4,3–6,6 á hverja 100.000 íbúa. Á fyrri hluta árs 2024 féll enginn undir 20 ára fyrir eigin hendi.“

Embættið tekur sérstaklega fram að vegna fámennis þjóðarinnar þá geta litlar breytingar á fjölda valdið nokkrum sveiflum í dánartíðni milli ára. „Talsvert miklar sveiflur þurfa að verða til þess að hægt sé að staðhæfa að um marktæka breytingu sé að ræða,“ segir í tilkynningunni. „Því er mikilvægt að túlka ekki 6 mánaða bráðabirgðatölur sem vísbendingu um aukningu eða samdrátt á tíðni sjálfsvíga. Embætti landlæknis vinnur, ásamt fjölda samstarfsaðila, að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar til að fækka sjálfsvígum á Íslandi 2025 - 2030 en þar er um að ræða fjölþættar aðgerðir.“

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á: Píeta samtökin, s. 552-2218, Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið 1717.is, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is. Í neyð hringið í 112.

Varðandi stuðning eftir missi í sjálfsvígi er bent á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is, Sorgarmiðstöð, s. 551-4141, og sorgarmidstod@sorgarmidstod.is, síma Píeta samtakanna, 552-2218. Í neyð hringið í 112.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár